Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Miðvikudaginn 02. maí 2001, kl. 12:47:05 (7127)

2001-05-02 12:47:05# 126. lþ. 116.6 fundur 707. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# frv., 708. mál: #A fjarskipti# (skilyrði rekstrarleyfis) frv., HjÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 126. lþ.

[12:47]

Hjálmar Árnason (andsvar):

Já, herra forseti. Það væri gaman að prenta út þessar einkunnir hv. þm. sem honum lætur nokkuð vel að koma frá sér en eru honum ekki til sóma og ekki mjög málefnalegar. Hann víkur ekki að því sem hér er kannski grundvallaratriðið, þ.e. hvort fákeppni sé á þessum markaði. Hann vék ekki einu einasta orði að því heldur notar hér orð sem óþarfi er að endurtaka. Hann víkur ekki að þessu grundvallaratriði, að fákeppnisaðstaða er ekki til staðar. Að því víkur hann ekki heldur er farið út í þessa frægu útúrsnúninga, sem hv. þm. Össur Skarphéðinsson er svo þekktur fyrir, hvort sem ég á í hlut eða aðrir þingmenn.

Það kom fram í ræðu hans gagnvart hæstv. samgrh. Hv. þm. hefur einatt komið hér og sett sig á háan stall. Það er hvorki honum né þinginu til sóma að tala með þeim hætti. Ég vona að í síðari ræðu hv. þm. Össurar Skarphéðinssonar verði rætt með rökum um þetta mál fremur en með útúrsnúningum. (ÖS: Bera af mér sakir, herra forseti.)