Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Miðvikudaginn 02. maí 2001, kl. 12:50:28 (7129)

2001-05-02 12:50:28# 126. lþ. 116.6 fundur 707. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# frv., 708. mál: #A fjarskipti# (skilyrði rekstrarleyfis) frv., ÁSJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 126. lþ.

[12:50]

Árni Steinar Jóhannsson (andsvar):

Herra forseti. Virðulegi forseti. Það er alveg ljóst af ræðu hv. þm. Hjálmars Árnasonar að hnífurinn gengur ekki á milli sjálfstæðismanna og framsóknarmanna nú orðið hvað varðar sölu Landssíma Íslands.

Ég vil spyrja hv. þm. Hjálmar Árnason: Hversu lengi heldur hann að samkeppnisballið gangi? Við höfum reynsluna. Að vísu var þar um sérleyfi að ræða. Sérleyfið var tekið af í flugi og menn dönsuðu samkeppnisdans og hrósuðu því hversu mikið verðið fór niður. En staðan er þannig núna að eftir örfá missiri er nánast búið að éta upp eigið fé tveggja félaga og dreifbýlið, landsbyggðin, stendur uppi með afleiðinguna, þ.e. óheyrilega há flugfargjöld út á land, t.d. hátt í 18 þús. kr. til Akureyrar þannig að færri og færri nota þjónustuna.

Eftir örfá misseri, hver verður staðan þá, í hugum framsóknarmanna, hvað varðar þjónustu við landsbyggðina ef við förum í þennan harða samkeppnisslag?