Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Miðvikudaginn 02. maí 2001, kl. 15:01:06 (7151)

2001-05-02 15:01:06# 126. lþ. 116.6 fundur 707. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# frv., 708. mál: #A fjarskipti# (skilyrði rekstrarleyfis) frv., MS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 126. lþ.

[15:01]

Magnús Stefánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki alveg nálgun hv. þm. Hann vill að Ísland sé eitt þjónustusvæði og það er einfaldlega þannig samkvæmt öllu því sem við erum að ræða hér, og að ekki eigi að velta fyrir sér kostnaði, allir eigi að njóta þjónustunnar á sama verði, ef ég skil málflutninginn rétt.

Í þessum frv. og reyndar gildandi lögum og alþjóðasamþykktum sem við vinnum eftir eru hlutirnir einfaldlega með þessum hætti. Ég átta mig ekki, því miður, á því hvert hv. þm. er að fara í sínu máli og tel að það beri einfaldlega vitni um málefnafátækt.