Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Miðvikudaginn 02. maí 2001, kl. 17:01:24 (7175)

2001-05-02 17:01:24# 126. lþ. 116.6 fundur 707. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# frv., 708. mál: #A fjarskipti# (skilyrði rekstrarleyfis) frv., KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 126. lþ.

[17:01]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Ég sé ekkert athugavert við það þó að erlend fyrirtæki mundu þjóna á íslenskum markaði. Aftur á móti lít ég svo á að Landssíminn, þetta íslenska fyrirtæki sem er alíslenskt í dag verði ekkert alíslenskt eftir að sala á þessum hlut hefst. Það er augljóst mál að við höfum áhuga á því að erlendir aðilar kaupi hlut í Landssímanum og þar með er það orðið að hluta til í eigu erlendra aðila. Ég á ekki von á því að það fyrirtæki muni hætta að þjóna okkur Íslendingum á sama hátt og það hefur gert. Ef eitthvað er þá á ég von á því að sú þjónusta sem þar hefur farið fram til þessa eigi að geta batnað, ekki vegna þess að starfsfólkið breytist heldur vegna þess að fyrirtækið sem slíkt hefur miklu opnari möguleika til þess að taka þátt í samkeppni og aðlaga sig og læra og taka þátt í störfum annars staðar í heiminum.

Öðrum atriðum hef ég ekki tíma, herra forseti, til þess að svara.