Orð forseta um Samkeppnisstofnun

Laugardaginn 19. maí 2001, kl. 10:16:36 (8272)

2001-05-19 10:16:36# 126. lþ. 129.92 fundur 570#B orð forseta um Samkeppnisstofnun# (aths. um störf þingsins), LB
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur, 126. lþ.

[10:16]

Lúðvík Bergvinsson:

Virðulegi forseti. Mál hefur skýrst nokkuð í umræðunni og virðist hafa komið fram að hér hafi verið um gáleysi að ræða af hæstv. forseta hálfu en ekki ásetning, hæstv. forseti hafi hegðað sér af örlitlu gáleysi. Það hefur verið dregið fram í umræðunni og hæstv. forseti hefur tekið það fram að ummæli hans beri ekki að skilja þannig að hann hafi verið að veitast að stofnuninni.

Virðulegi forseti. Af því að hæstv. viðskrh. er í salnum má hins vegar nefna að það er spurning hvort að við hæfi sé að skýrsla sé kynnt með þeim hætti sem gert var í gær, að haldinn skuli vera blaðamannafundur þegar um er að ræða skýrslu sem um er beðið af þingflokki Samfylkingarinnar, sem hv. þáv. þm. Sighvatur Björgvinsson var í öndvegi fyrir, í stað þess að hún sé kynnt þinginu áður. Það er vissulega umhugsunarvert, virðulegi forseti.