Samningur um verndun Norðaustur-Atlantshafsins

Laugardaginn 19. maí 2001, kl. 19:34:45 (8411)

2001-05-19 19:34:45# 126. lþ. 129.21 fundur 655. mál: #A samningur um verndun Norðaustur-Atlantshafsins# þál. 31/126, Frsm. TIO
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur, 126. lþ.

[19:34]

Frsm. utanrmn. (Tómas Ingi Olrich):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. um till. til þál. um fullgildingu V. viðauka við samning um verndun Norðaustur-Atlantshafsins, um verndun og varðveislu vistkerfa og líffræðilegrar fjölbreytni hafsvæðisins.

Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til fullgildingar á V. viðauka við samning um verndun Norðaustur-Atlantshafsins, um verndun og varðveislu vistkerfa og líffræðilegrar fjölbreytni hafsvæðisins og 3. viðbæti við samninginn sem kallaður er OSPAR-samningurinn.

OSPAR-samningurinn hefur það að markmiði að vernda umhverfi Norðaustur-Atlantshafsins. Um er að ræða rammasamning sem skiptist upphaflega í meginhluta, fjóra viðauka og tvo viðbæta. Meginhlutinn hefur að geyma almenn ákvæði en í viðaukunum eru settar reglur um mengun frá landstöðvum, mengun af völdum varps eða brennslu, mengun frá uppsprettum á hafi og mat á ástandi hafsins.

Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.