Suðurlandsskógar

Laugardaginn 19. maí 2001, kl. 22:16:10 (8454)

2001-05-19 22:16:10# 126. lþ. 129.41 fundur 589. mál: #A Suðurlandsskógar# (starfssvæði) frv. 89/2001, SJóh (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur, 126. lþ.

[22:16]

Sigríður Jóhannesdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Rétt er að lögin verða endurskoðuð eftir tvö ár en mér finnst að ef við sjáum augljóslega hvað má færa til betri vegar núna við umræðuna þá sé einfaldara að laga það núna strax en bíða með það í tvö ár.

Ég verð að segja um þessar skilgreiningar, að ég næ ekki upp í það hvað er verið að meina. Ég á að fara að leita að lögbýlum í kjördæmi mínu. Það eru gömul býli, ég veit það en þau eru ekki í byggð og mér er ekki kunnugt um að þau séu í eigu nokkurs manns sem hefur áhuga á skógrækt. Hins vegar eiga sveitarfélögin land og þar hefur verið áhugi á að reyna skógrækt en það má ekki samkvæmt lögunum.