2001-05-20 01:08:21# 126. lþ. 130.24 fundur 589. mál: #A Suðurlandsskógar# (starfssvæði) frv. 89/2001, SJóh
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 126. lþ.

[25:08]

Sigríður Jóhannesdóttir:

Hæstv. forseti. Mjög skammur tími vannst til að vinna þetta mál. Við uggðum ekki að okkur þannig að þarna er vísað til stjórnsýslueininga, sem stenst ekki í dag. Í frv. er vísað til Gullbringusýslu og hefur komið í ljós að það er mjög á reiki hvað Gullbringusýsla þýðir. Samkvæmt einna þrengstu skilgreiningunni nær sýslan yfir 20% af því landsvæði á Suðurnesjum sem ætlast er til að lögin nái yfir samkvæmt frv. Þess vegna fyndist mér til bóta að breyta þessu strax. Ég hef flutt brtt. á þskj. 1456 um að í stað þessara sýslunafna komi Suðurkjördæmi, eins og svæðið er skilgreint í lögum og verður sú tillaga borin hér upp. Á móti hefur verið sagt að þetta verði hvort sem er lagfært innan tveggja ára. Mér finnst betra að gera það strax fyrst það þarf að gerast á annað borð.