Átak gegn fíkniefnaneyslu

Miðvikudaginn 01. nóvember 2000, kl. 17:54:33 (1126)

2000-11-01 17:54:33# 126. lþ. 18.4 fundur 38. mál: #A átak gegn fíkniefnaneyslu# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., DrH
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 126. lþ.

[17:54]

Drífa Hjartardóttir:

Herra forseti. Hér eru háalvarleg mál til umræðu. Sú þjóðarvakning sem orðið hefur á Íslandi skiptir miklu máli. Samstarf sveitarstjórna, foreldra, skóla og lögreglu í þessum málaflokki skiptir afar miklu.

Ég vil minna á að oft eru reykingar byrjun á því að unglingar fari að neyta eiturlyfja. Við skulum ekki gleyma því að áfengisneysla er háalvarlegt mál. Ég vil minna á átak sem unglingar gerðu í samtökum sínum í félagsmiðstöðvum, átak gegn unglingadrykkju sem felst í að unglingar segi: Við kunnum að segja nei. Við vitum hvað við viljum, við drekkum ekki. Ég held að þetta sé mjög mikilvægt þegar í upphafi.

En hvað varðar lögregluna þá tel ég að hún hafi staðið sig afar vel núna sl. ár í því sem hún á að sinna.