Bætt staða námsmanna

Fimmtudaginn 02. nóvember 2000, kl. 18:50:17 (1307)

2000-11-02 18:50:17# 126. lþ. 19.16 fundur 189. mál: #A bætt staða námsmanna# þál., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur, 126. lþ.

[18:50]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Það er rétt að ég stofnaði Kaupþing á sínum tíma. Þess vegna get ég með sanni sagt að þeir sem kvarta undan háum launum í landinu eiga bara að stofna fyrirtæki og borga há laun. Kaupþing borgar há laun og ég er bara afskaplega ánægður með það. Þau laun eru ekki tekin frá neinum því að sú starfsemin sem Kaupþing rekur er væntanlega þjóðhagslega skynsamleg. Kaupþing er með útibú úti um allan heim og ég get ekki séð að það skaði íslenska launþega nokkurn skapaðan hlut. Ég skammast mín ekkert fyrir það að hafa stofnað Kaupþing. Þar vinna núna 150--200 manns á háum launum, bara virkilega gott mál og þar hefur engum verið sagt upp.