Skýrslur umboðsmanns Alþingis 1998 og 1999

Fimmtudaginn 16. nóvember 2000, kl. 14:16:21 (1871)

2000-11-16 14:16:21# 126. lþ. 26.4 fundur 118#B skýrslur umboðsmanns Alþingis 1998 og 1999# (munnl. skýrsla), ÞKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 126. lþ.

[14:16]

Þorgerður K. Gunnarsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég vil þakka hv. þm. Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir þessa ábendingu því hún hefur auðvitað yfir mikilli reynslu að ráða. Ég tek í rauninni undir með henni um það að fræðslu innan stjórnsýslunnar er ábótavant, það er mín skoðun. Það er rétt sem hv. þm. benti á að þessi atriði koma einnig fram í umræddri skýrslu um starfsskilyrði stjórnvalda, sem var kynnt hér í lok þings á síðasta vori. Þá var ætlunin að allshn. mundi taka skýrsluna til umfjöllunar en því miður gafst ekki tími til þess því skýrslan var kynnt það seint á því þingi. Ég vil beita mér fyrir því að skýrslan verði tekin til umræðu innan allshn. ef tími og tækifæri gefast. Meira get ég í rauninni ekki sagt. En ég þakka þessa ágætu ábendingu.