Fjárlög 2001

Föstudaginn 08. desember 2000, kl. 12:21:57 (3032)

2000-12-08 12:21:57# 126. lþ. 44.13 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, Frsm. 1. minni hluta GE (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 126. lþ.

[12:21]

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Gísli S. Einarsson) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég kvaddi mér hljóðs undir þessum lið þingskapa í gær af sérstökum ástæðum þar sem fjárln. var ekki í aðstöðu til að vera við upphaf fundar í gær. Þá óskaði ég eftir því við hæstv. forseta að hér í dag lægju fyrir svör um niðurskurð sem hæstv. samgrh. lofaði við 1. umr. að lægju klár fyrir fyrir 2. umr. Í andsvari við ræðu minni sagði hæstv. samgrh., með leyfi forseta:

,,Ég mun við 2. umr. og fyrir 2. umr. fjárlaga gera nánari grein fyrir þeim verkum sem um er að ræða vegna þess að við þurfum að skoða það á næstu vikum og m.a. líta til þess sem hv. þm. nefndi hér þegar kemur að því að velja þau verk sem minnst kemur að sök að frestað sé.``

Þannig háttar til að hæstv. samgrh. er fjarverandi en starfandi samgrh. er hér viðstaddur. Ég vonast til þess, til þess að greiða fyrir störfum þingsins og þessari umræðu um fjárlög, að við fáum skýr svör um það, undir þessum lið, hvað á að skera niður. Liggi ekki fyrir svör þar um þá sé ég ekki, út frá þeim forsendum sem ég hef rakið, að umræðan geti haldið áfram. Ég vonast eftir því að við þessu komi svör úr því að starfandi hæstv. samgrh. er viðstaddur.