Stjórnarfrumvörp á dagskrá

Mánudaginn 11. mars 2002, kl. 19:59:18 (5944)

2002-03-11 19:59:18# 127. lþ. 94.92 fundur 440#B stjórnarfrumvörp á dagskrá# (um fundarstjórn), KolH
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 127. lþ.

[19:59]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Virðulegi forseti. Hér er tilkynnt að 13. og 14. mál skuli tekið út af dagskrá, afréttamál, fjallskil og búnaðargjald. Málin eru á könnu hæstv. landbrh. en eins og alþjóð mun kunnugt, a.m.k. þeim hluta hennar sem les Morgunblaðið, hefur hæstv. landbrh. auglýst opinn stjórnmálafund austur í sveitum í kvöld.

Mér hefur verið kunnugt um það nokkuð lengi að búast mætti við kvöldfundi í kvöld á Alþingi. Ég spyr því hæstv. forseta: Er það alveg forsvaranlegt að hv. alþm. skuli binda sig yfir störfum þingsins, en hæstv. ráðherrar skuli ekki þurfa að binda sig með sama hætti?