2001-10-18 10:43:00# 127. lþ. 14.1 fundur 53. mál: #A bótaábyrgð vegna tjóns af notkun loftfars vegna hernaðaraðgerða, hryðjuverka eða áþekkra atvika# (staðfesting bráðabirgðalaga) frv. 120/2001, HjÁ
[prenta uppsett í dálka] 14. fundur, 127. lþ.

[10:43]

Hjálmar Árnason:

Herra forseti. Samgöngur eru undirstaða í nútímasamfélagi. Ekki síst skipta flugsamgöngur miklu máli fyrir þjóð eins og Íslendinga, eyland þar sem flugsamgöngur í nútímasamfélagi gegna jafnmikilvægu hlutverki og raun ber vitni. Það snýr í rauninni að sjálfstæði þjóðarinnar.

Hinir hræðilegu atburðir þann 11. september sl. settu þennan þátt samgöngumála í verulegt uppnám hér sem annars staðar. Þess vegna er það skylda ríkisvaldsins að grípa þar inn í og þess vegna styður þingflokkur Framsfl. frv. sem hér er til umræðu.