Fjárlög 2002

Þriðjudaginn 27. nóvember 2001, kl. 17:19:41 (1986)

2001-11-27 17:19:41# 127. lþ. 36.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, Frsm. meiri hluta ÓÖH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 127. lþ.

[17:19]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Ólafur Örn Haraldsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hlustaði með athygli á ræðu hv. þm. og heyrði athugasemdir hans, ádeilur og úrtölur. Ég heyrði hins vegar hvergi í máli hans örla á tillögum um hvernig bregðast ætti við þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir. Mig langar því til að spyrja hann sérstaklega: Hvernig telur hv. þm. Jón Bjarnason að Íslendingar eigi að auka hagvöxt sinn þannig að efnahagsbati skili sér sem allra fyrst?