Fjárlög 2002

Þriðjudaginn 27. nóvember 2001, kl. 17:36:26 (1995)

2001-11-27 17:36:26# 127. lþ. 36.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, ÞBack (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 127. lþ.

[17:36]

Þuríður Backman (andsvar):

Herra forseti. Ég vil mótmæla því að opinberum starfsmönnum sé kennt um þá þróun sem hefur orðið í ríkisútgjöldunum, að það sé eingöngu þeim að kenna, að launaþróun opinberra starfsmanna sé að kenna að ríkisútgjöldin hafi vaxið eins og þau hafa gert.

Auðvitað eigum við að taka mið af framleiðslu í landinu, útflutningstekjum okkar. Því vil ég beina því til hv. ríkisstjórnar að hún sinni hlutverki sínu þannig að hún styðji við framleiðslugreinarnar og stuðli að því að grunnframleiðsla aukist og styrkist í landinu þannig að full framleiðsla í landbúnaði og sjávarútvegi aukist, geri það betur en hún gerir nú, og að við náum inn hærra hlutfalli af landsframleiðslutekjum en nú.