2001-11-28 00:20:01# 127. lþ. 36.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, KLM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 127. lþ.

[24:20]

Kristján L. Möller (andsvar):

Herra forseti. Ég tók eftir því að hv. þm. Pétur H. Blöndal hóf ræðu sína, eins og hann gerði líka við síðustu fjárlög, á því að honum liði eins og hann væri staddur á hluthafafundi í meðalstóru bandarísku fyrirtæki. Ég tók það þannig að hann væri þá hluthafi.

Því langar mig til að spyrja hv. þm. eftir þessa ræðu um agaleysi í ríkisfjármálum og annað, eins og hér hefur komið fram: Telur hv. þm. Pétur H. Blöndal að hluthafafundur í þessu meðalstóra bandaríska fyrirtæki mundi endurráða þá stjórn sem situr núna, þ.e. hæstv. ríkisstjórn, eftir frammistöðu hennar í fjármálum fyrirtækisins, þ.e. ríkissjóðs?