2001-11-28 02:22:24# 127. lþ. 36.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, ArnbS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 127. lþ.

[26:22]

Arnbjörg Sveinsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er eins og venjulega hjá hv. þm. Steingrími J. Sigfússyni að hann er með palladóma um aðra og getur ekki tekið því þegar hann er gagnrýndur. Það breytist ekkert.

En hér liggja fyrir tillögur frá hv. þm. Jóni Bjarnasyni upp á niðurskurð á lið 10-335 Siglingastofnun Íslands 6.70 Hafnarmannvirki [Fjarðabyggð]. Þar er tekið skýrt fram, mínus 158,7 millj.

Ég veit ekki hvernig ég á að skilja þetta öðruvísi en svo að hv. þm. Jón Bjarnason sé að leggja til niðurskurð á öllum hafnarframkvæmdum í Fjarðabyggð. Hvað á ég að skilja annað í þessu?

Þarna er um að ræða 88 milljónir til hafnarframkvæmda í Neskaupstað og eftirstöðvunum er reiknað með í hafnarframkvæmdum við Hraun í Reyðarfirði. Þetta eru bara þær tillögur sem liggja hérna fyrir, hæstv. forseti. Ég hlýt að mega draga það fram hér í dagsljósið að þetta eru skoðanir vinstri grænna, að hafnarframkvæmdir í Fjarðabyggð megi ekki fara fram.