2001-11-28 02:31:39# 127. lþ. 36.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, Frsm. 2. minni hluta JB
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 127. lþ.

[26:31]

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Jón Bjarnason):

Herra forseti. Nú er komið að lokum 2. umr. um frv. til fjárlaga. Af þeim orðaskiptum sem urðu hér í lokin og hv. þm. Arnbjörg Sveinsdóttir vakti athygli á í ræðu sinni var tillaga sem flutt er af undirrituðum fyrir hönd þingflokks Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs um framkvæmdir við hafnargerð á Austurlandi. Það er alveg hárrétt sem þingmaðurinn benti á að orðið hafa mistök í vinnslu, tilgreint er meira en hún átti að taka til. Tillagan átti einungis að taka til hafnargerðar vegna fyrirhugaðrar verksmiðju á Reyðarfirði.

Þar sem engin ákvörðun hefur verið tekin, hvorki um virkjun né í raun um framkvæmdir þarna við þá verksmiðju er ástæðulaust að verja til hennar fjármagni að svo stöddu. Fari svo að það verði lyktir máls þá þarf að sjálfsögðu að byggja upp höfn og þá fer það í eðlilega framkvæmdaröð.

Ég vil þakka hv. þm. fyrir að vekja athygli á því að þarna hafi orðið á mistök og ég harma það. Tillagan verður leiðrétt miðað við það sem henni var ætlað að flytja.

Að lokum, herra forseti, vil ég geta þess að undirritaður fyrir hönd þingflokksins flytur nokkrar brtt. sem miða að því að lækka útgjöld. Miðað er að því að fella burt ónauðsynlega gjaldaliði. En að öðru leyti mun tillöguflutningur af hálfu Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs við fjárlagafrv. bíða 3. umr. þar sem hvorki hefur af hálfu ríkisstjórnar né meiri hluta fjárln. verið gengið frá útgjalda- né tekjuhliðum. Og fyrr en það er af þeirra hálfu gert er ekki hægt að koma með raunhæfar brtt. við frv. En það mun verða gert þá.