Fjáraukalög 2001

Miðvikudaginn 05. desember 2001, kl. 14:09:57 (2497)

2001-12-05 14:09:57# 127. lþ. 43.1 fundur 128. mál: #A fjáraukalög 2001# frv. 127/2001, EMS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 127. lþ.

[14:09]

Einar Már Sigurðarson:

Herra forseti. Hér kemur til atkvæða beiðni forsrn. um 300 millj. vegna einkavæðingarverkefna. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að fá nákvæmar upplýsingar um hvað hér sé á ferðinni hefur það ekki tekist. Ekki er um slíkar upplýsingar að ræða í bréfi því sem fjárln. fékk í gær, tók undir trúnað um, og því verður ekki fjallað um innihald þess nánar. Hins vegar er ljóst að ekki er búið að greiða út nema lítinn hluta af þessari upphæð. Því hlýtur að vera eðlilegt, meðan enn er beðið upplýsinga, að þessi liður fari inn á fjárlög fyrir næsta ár.

Herra forseti. Ég segi já.