Tekjuskattur og eignarskattur o.fl.

Laugardaginn 08. desember 2001, kl. 14:27:32 (2819)

2001-12-08 14:27:32# 127. lþ. 47.2 fundur 114. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur o.fl.# (skatthlutföll, verðbólguleiðréttingar, einstaklingar í atvinnurekstri o.fl.) frv. 133/2001, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 127. lþ.

[14:27]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um eitt ákvæði af mörgum í frv. sem snýr að afnámi á verðleiðréttum reikningsskilum. Því fylgja bæði kostir og gallar en ýmsir umsagnaraðilar telja þó varhugavert við þær aðstæður sem nú eru að fara þessa leið. Efasemdir komu fram hjá Þjóðhagsstofnun, Seðlabanka og ASÍ í þessu efni. Ég minni líka á að Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, hefur sagt að afnám verðbólgu- og reikningsskila sé ótímabært eins og nú horfir.

Við erum sammála þeim efasemdum sem fram hafa komið og munum sitja hjá við þau ákvæði frv. sem snúa að afnámi verðbreytingafærslna.