Fjárlög 2002

Laugardaginn 08. desember 2001, kl. 15:47:40 (2858)

2001-12-08 15:47:40# 127. lþ. 47.3 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, EMS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 127. lþ.

[15:47]

Einar Már Sigurðarson:

Herra forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um tillögu frá 1. minni hluta fjárln. um það að auka skatttekjur með því að herða skatteftirlit. Á öðrum stað í frv. er lögð fram tillaga um það að leggja fram aukið fé til skatteftirlits þannig að tryggja megi betri skil á sköttum. Þetta er m.a. gert í samhengi við skýrslu sem Ríkisendurskoðun gaf út fyrr á þessu ári. Hér er því einnig um fyrirbyggjandi starf að ræða og er því miklum mun eðlilegri tillaga en ýmsar aðrar sem meiri hlutinn á þingi leggur til. Ég segi já, herra forseti.