Fjárlög 2002

Laugardaginn 08. desember 2001, kl. 16:48:30 (2891)

2001-12-08 16:48:30# 127. lþ. 47.3 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, ÁSJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 127. lþ.

[16:48]

Árni Steinar Jóhannsson:

Virðulegi forseti. Fjárhagsvandi margra sveitarfélaga, sérstaklega úti á landi, er mjög mikill um þessar mundir. Nefnd á vegum félmrn. hefur komist að þeirri niðurstöðu að vandinn vegna félagslega íbúðakerfisins eins sé um 2,8 milljarðar. Við viljum hefja vinnu við að leysa þennan vanda og leggjum til að varið verði allt að einum milljarði kr. til þessa verkefnis. Því segi ég já.