Fjárlög 2002

Laugardaginn 08. desember 2001, kl. 16:49:36 (2892)

2001-12-08 16:49:36# 127. lþ. 47.3 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, EMS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 127. lþ.

[16:49]

Einar Már Sigurðarson:

Herra forseti. Hér leggur 1. minni hluti fjárln. til aðhaldstillögur þar sem gert er ráð fyrir að ráðuneyti fari yfir ýmsa þætti í rekstri sínum og stofnana sinna. Lögð er fram tillaga um að spara megi tæplega 2 milljarða kr. og er litið til ýmissa skýrslna sem Ríkisendurskoðun hefur tekið saman um þessa þætti og einnig endurskoðaða ríkisreikninga.

Herra forseti. Hér er í raun og veru um tillögur að ræða sem við hefðum þurft að sjá frá meiri hluta ríkisstjórnarinnar á þingi en þar sem þær koma ekki þaðan leggur 1. minni hluti þær fram. Ég segi já, herra forseti.