Fjármálafyrirtæki

Föstudaginn 01. nóvember 2002, kl. 14:57:05 (950)

2002-11-01 14:57:05# 128. lþ. 20.5 fundur 215. mál: #A fjármálafyrirtæki# (heildarlög) frv., viðskrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 128. lþ.

[14:57]

Viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er í sjálfu sér mjög einfalt að koma hér fram með slagorð (Gripið fram í) og taka stórt upp í sig í sambandi við svona mál. Hv. þm. rökstyður ekki mál sitt. Það er kannski hægt að virða honum það til vorkunnar að auðvitað er tíminn naumur hérna. En ég bara held því fram og endurtek það að það er staðið ákaflega faglega að því að selja bankana. Það að Landssíminn kunni að hafa tapað fjármunum er bara í samræmi við það sem hv. þm. sagði í ræðunni á undan, þ.e. að það hafa átt sér stað atburðir á verðbréfamarkaði sem gera það að verkum að bæði fólk og fyrirtæki hafa tapað fjármunum. Landssíminn er eitt af þessum fyrirtækjum sem tapaði ákveðnum fjármunum. (ÖJ: Átti hann að vera að braska með almannafé?) Ég ber ekki ábyrgð á því. (ÖJ: Jú.) Hv. þm. talaði um brask (ÖJ: Já.) og það var nú nefnt áðan að hann kannski stæði í braski sjálfur í sínum sjóði.