Tilskipun um innri markað raforku

Miðvikudaginn 06. nóvember 2002, kl. 14:59:51 (1124)

2002-11-06 14:59:51# 128. lþ. 24.5 fundur 90. mál: #A tilskipun um innri markað raforku# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., ÁSJ
[prenta uppsett í dálka] 24. fundur, 128. lþ.

[14:59]

Árni Steinar Jóhannsson:

Virðulegi forseti. Það kom fram hjá hæstv. iðnrh. að það væri álíka skilningur úti í Brussel og hér heima á því hvernig tilskipunin ætti að vera. Mér heyrist þó á hæstv. ráðherra að hún sé kannski að gera þetta gegn sannfæringu sinni vegna tilskipunarinnar, og þá spyr ég: Af hverju er ekki hreinlega sótt um undanþágu og keyrt á það mál í staðinn fyrir að velta fyrir sér gagnkvæmum skilningi á tilskipuninni? Við höfum ekki látið reyna á það og það er hægt að sækja um og keyra það mál úti í Brussel. Af hverju er það ekki gert?