Fjárlög 2003

Föstudaginn 06. desember 2002, kl. 10:59:52 (2268)

2002-12-06 10:59:52# 128. lþ. 48.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., GE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 128. lþ.

[10:59]

Gísli S. Einarsson:

Virðulegur forseti. Ég bið menn að doka aðeins við með að taka ákvörðun um að vera á móti. Hér er um að ræða tillögu sem ég vísa til á bls. 18 undir liðnum ,,Hert skatteftirlit``. Þar leggjum við til að setja 100 millj. kr. í það að herða skatteftirlitið og ná með því eins og stendur í tillögunni 800 millj. kr. tekjum. Þetta er raunhæf tillaga. Þess vegna hvet ég stjórnarliða eindregið til að styðja hana. Hún er til að efla ríkissjóð og við eigum að hugsa um hann.