Tekjuskattur og eignarskattur

Miðvikudaginn 11. desember 2002, kl. 13:37:14 (2454)

2002-12-11 13:37:14# 128. lþ. 51.1 fundur 324. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (sérstakur tekjuskattur, rekstrartap, vextir o.fl.) frv. 152/2002, PHB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur, 128. lþ.

[13:37]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Tap fyrirtækja er tap og ekkert annað. Því er óeðlilegt og sýnir vanþekkingu á eðli atvinnurekstrar að skattleggja hagnað sem fer til að greiða tap fyrri ára nema fólk reikni með því að tapið sé ekki rétt metið sem er allt annað vandamál. Ég segi já við þessu skrefi í átt að sanngjarnara skattkerfi fyrir atvinnulífið.