Heilbrigðisþjónusta

Fimmtudaginn 12. desember 2002, kl. 14:24:07 (2571)

2002-12-12 14:24:07# 128. lþ. 54.3 fundur 453. mál: #A heilbrigðisþjónusta# (stofnkostnaður, stjórnir stofnana o.fl.) frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur, 128. lþ.

[14:24]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Það er auðvitað sjálfsagt að hafa skoðanaskipti um þetta mál. Það liggur ljóst fyrir hvaða ástæður eru fyrir því að þessi leið er farin. Ástæðurnar fyrir því eru þær að samkomulagið kallar á breytingar á tilnefningu í stjórnirnar. Hlutverk stjórnanna er í lausu lofti. Það er alveg ljóst. En síðan er hægt að hafa skoðanir á því. Ég vona að þetta mál liggi ljóst fyrir að þessu leyti.