Þjóðarleikvangurinn í Laugardal

Fimmtudaginn 12. febrúar 2004, kl. 11:59:37 (4142)

2004-02-12 11:59:37# 130. lþ. 63.8 fundur 493. mál: #A þjóðarleikvangurinn í Laugardal# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., GÓJ
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 130. lþ.

[11:59]

Guðjón Ólafur Jónsson:

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Merði Árnasyni fyrir að vekja máls á þessu ágæta máli. Ég var á þingi Knattspyrnusambands Íslands á Selfossi um síðustu helgi, þar sem þetta mál var sérstaklega til umræðu, og var m.a. hvattur til að beita mér í þessu verkefni. Ég vil nota tækifærið og brýna þingheim og hæstv. menntmrh. til að taka höndum saman með Reykjavíkurborg og Knattspyrnusambandi Íslands við að ljúka verkefninu. Það liggur fyrir að samkvæmt áætlun Knattspyrnusambands Íslands er unnt að vinna verkefnið í þremur áföngum og horfur á því að byrjað verði á verkefninu í ár. Ég hvet þingheim til að taka fast á málinu og af fullri einurð með knattspyrnuhreyfingunni í landinu.