Raforka við Skjálfanda

Miðvikudaginn 25. febrúar 2004, kl. 15:33:51 (4658)

2004-02-25 15:33:51# 130. lþ. 72.8 fundur 537. mál: #A raforka við Skjálfanda# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., Fyrirspyrjandi MÁ
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur, 130. lþ.

[15:33]

Fyrirspyrjandi (Mörður Árnason):

Forseti. Fyrirspurnir mínar til hæstv. iðnrh. um stöðu raforkumála í byggðunum við hinn mikla flóa, Skjálfanda, en þar er elsta byggð á Íslandi samkvæmt fornum sögum, hljóða svo:

1. Af hverju tengist einungis gamla línan frá Laxárvirkjun til Akureyrar landskerfinu?

2. Liggur fyrir áætlun um að tengja Húsavík og nærsveitir betur við landskerfið?

3. Hvað kostar slík tenging?