Heimagerðar landbúnaðarafurðir

Miðvikudaginn 10. mars 2004, kl. 14:23:15 (5098)

2004-03-10 14:23:15# 130. lþ. 81.3 fundur 674. mál: #A heimagerðar landbúnaðarafurðir# fsp. (til munnl.) frá landbrh., AKG
[prenta uppsett í dálka] 81. fundur, 130. lþ.

[14:23]

Anna Kristín Gunnarsdóttir:

Frú forseti. Ég vil eins og aðrir þingmenn sem hér hafa talað þakka fyrirspyrjanda fyrir það sem hún leggur hér fram og mjög greinargóða yfirferð með fyrirspurninni.

Það hlýtur að vera okkur mikið umhugsunarefni hversu miklu strangari kröfur við gerum hér en gerðar eru víða annars staðar í Evrópu. Reyndar verður það manni til umhugsunar þegar bent er á að hér má framleiða eða vinna úr fiski og afurðum úr sjónum og selja, hvort verið sé að gera strangari kröfur til aðstæðna bónda við framleiðslu hans en þeirra sem nýta hráefni úr sjó.

Ég vona svo sannarlega að þessi umræða verði til þess að þessi mál verði tekin til alvarlegrar skoðunar og bændum skapaður grundvöllur til að vinna úr afurðum sínum.