Jöfnun flutningskostnaðar á sementi

Fimmtudaginn 11. mars 2004, kl. 16:02:20 (5265)

2004-03-11 16:02:20# 130. lþ. 82.7 fundur 690. mál: #A jöfnun flutningskostnaðar á sementi# (afnám laganna) frv., AtlG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 130. lþ.

[16:02]

Atli Gíslason (andsvar):

Herra forseti. Margt smátt gerir eitt stórt. Þetta er fjandsamlegt gagnvart hinum dreifðu byggðum og ekkert öðruvísi. Þetta er fjandsamlegt gagnvart þeim. Þegar margar aðgerðir koma saman í senn þá blæðir landsbyggðinni. Öðruvísi er það ekki.

Að því er varðar raforkumálið, sem er allsendið óviðkomandi þessu sem hér er til umfjöllunar, vil ég þó geta þess að það liggur ekkert fyrir um hvaða kostnaðarauka það mun hafa í för með sér. Það vantar mjög mikið inn í það frv., m.a. alla kostnaðarútreikninga.

Á hvaða verði koma eignirnar inn? Hvaða ávöxtun á þetta fyrirtæki að hafa? Þá sömu og á ríkisverðbréfum. Það er of há ávöxtun og það leiðir til hækkunar á raforkuverði á landsbyggðinni og annars staðar, í Reykjavík líka.