Þjónustusamningur við Reykjavíkurakademíuna

Miðvikudaginn 17. mars 2004, kl. 14:22:55 (5415)

2004-03-17 14:22:55# 130. lþ. 85.3 fundur 681. mál: #A þjónustusamningur við Reykjavíkurakademíuna# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., ÁF
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 130. lþ.

[14:22]

Ásgeir Friðgeirsson:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. menntmrh. fyrir hlý orð í garð Reykjavíkurakademíunnar. Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir íslensk stjórnvöld að styðja vel við þann sjálfsprottna rannsóknarkraft sem þar býr. Það er rétt að hafa í huga að rannsóknarstofnanir sem heyra undir menntmrn. skipta tugum. Ég held ég fari nærri með að þær séu á fjórða tug og ég held að það sé afar mikilvægt að ráðherra endurskoði hvernig stjórnvöld styðja við rannsóknarstarf á því sviði. Það gleður mig jafnframt að ráðherra skuli hafa áhuga á því að styðja og styrkja enn frekar samkeppnissjóði því að ég veit að það góða starf sem unnið er í Reykjavíkurakademíunni mun nýta þá möguleika sem auknir samkeppnissjóðir munu gefa. Það er þannig að okkar besta vísindafólk hlýtur samkeppnissjóðina og því tek ég heils hugsar undir þau orð ráðherra að styðja við þá.