Áætlunarflug milli Sauðárkróks og Reykjavíkur

Miðvikudaginn 17. mars 2004, kl. 19:17:15 (5490)

2004-03-17 19:17:15# 130. lþ. 85.19 fundur 701. mál: #A áætlunarflug milli Sauðárkróks og Reykjavíkur# fsp. (til munnl.) frá samgrh., SigurjÞ
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 130. lþ.

[19:17]

Sigurjón Þórðarson:

Frú forseti. Auðvitað skiptir þetta gríðarlegu máli fyrir þær byggðir sem um er að ræða, Sauðárkrók og Skagafjörð en þó sérstaklega fyrir Siglufjörð. Vegna þess að við erum að ræða um almenningssamgöngur til Siglufjarðar tel ég rétt að rifja upp að hæstv. samgrh. ber sérstaka ábyrgð á Siglufirði. Hann endurnýjaði ekki sérleyfi þeirra aðila sem höfðu stundað akstur til Siglufjarðar í meira en hálfa öld.

Menn verða að svara þessu vegna þess að nú nálgast sú stund er Íslandsflug hefur sagst ætla að hætta að fljúga á Sauðárkrók. Menn verða að fá skýr svör um hvernig bregðast eigi við. Fá menn sérleyfið á ný? Hvað hyggst ráðherra fyrir? Á að keyra í veg fyrir flug á Akureyri? Auðvitað verða menn að svara þessu.