Flutningur hættulegra efna um Hvalfjarðargöng

Þriðjudaginn 27. apríl 2004, kl. 17:53:43 (6912)

2004-04-27 17:53:43# 130. lþ. 104.15 fundur 938. mál: #A flutningur hættulegra efna um Hvalfjarðargöng# fsp. (til munnl.) frá samgrh., ÖS
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 130. lþ.

[17:53]

Össur Skarphéðinsson:

Herra forseti. Skelfilegustu slys í Evrópu á seinni árum eru einmitt slys þar sem eldsneytisflutningabílar hafa lent í óhöppum í göngum sem liggja gegnum fjöll í Mið-Evrópu. Ég tel fullkomlega tímabært hjá hv. þm. Guðjóni Guðmundssyni að taka þetta upp með þessum hætti og fagna því að hæstv. ráðherra hefur lýst því yfir í umræðunni að hann hyggist endurskoða þessar reglur. Ég tel að aðrar reglur eigi að gilda um þau ökutæki sem flytja efni af þessu tagi, eldsneyti og gas, heldur en annan þungaflutning og ég er alveg sammála því viðhorfi sem hér hefur komið fram, að það eigi helst að útiloka flutning þessara efna um göngin. Mig langar að spyrja hæstv. samgrh. af því að hann tók svo vel í fyrirspurn hv. þm. Guðjóns Guðmundssonar hvort hann hafi íhugað á næstu árum að byggja upp veginn fyrir Hvalfjörð í þessu augnamiði.