Útvarpslög og samkeppnislög

Miðvikudaginn 12. maí 2004, kl. 22:44:52 (8040)

2004-05-12 22:44:52# 130. lþ. 113.1 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, Frsm. meiri hluta BjarnB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur, 130. lþ.

[22:44]

Frsm. meiri hluta allshn. (Bjarni Benediktsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég verð fyrst að segja að mér þykir þessi yfirferð hv. þingmanns varðandi þróunina á dagblaðamarkaðnum alveg kostuleg. Honum finnst það greinilega jafnvel bara hreinlega æskilegt að hér séu gefin út fyrirtækjaauglýsingablöð sem séu borin inn á hvert einasta heimili til að flytja boðskap fyrirtækjanna í formi auglýsinga og jákvæðrar umfjöllunar um starfsemi viðkomandi fyrirtækis á annan hátt. (Gripið fram í.) Greinilega sérstaklega eftirsóknarverð þróun.

Hann kallaði Fréttablaðið hreinlega auglýsingablað.

Það er rétt hjá hv. þingmanni að Norðurljós og aðrir ljósvakamiðlar geta ekki gefið út prentmiðla en öll önnur fyrirtæki á Íslandi sem hafa áhuga á að fara út í dagblaðarekstur geta gert það og einmitt með þeim hætti sem hv. þm. telur svo æskilegan, að þeir kynni starfsemi sína sérstaklega með auglýsingum og jákvæðri umfjöllun að öðru leyti.