Útvarpslög og samkeppnislög

Miðvikudaginn 12. maí 2004, kl. 23:31:13 (8060)

2004-05-12 23:31:13# 130. lþ. 113.1 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, HjÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur, 130. lþ.

[23:31]

Hjálmar Árnason (andsvar):

Virðulegur forseti. Í fyrsta lagi túlka ég fyrri hluta andsvars hv. þingmanns svo að hann talar um að framsóknarmenn vilji kyrkja matvælamarkaðinn. (JGunn: Nei, fjölmiðlamarkaðinn.) Það er túlkun hans. Nú byrja ég á að tala um matvælamarkaðinn. Það var hann sem vísaði til að þar er einn aðili með 50% markaðsaðild. (Gripið fram í.) Mér finnst það óeðlilegt og í markaðsfræðum er almennt talið óheppilegt að einn aðili sé með 50% eignaraðild. (Gripið fram í.) Það er ráðandi aðili sem hefur markaðinn í hendi sér. (Gripið fram í.) Ég tel að það eigi að ráðast gegn því. (Gripið fram í: En bankarnir?)

Voru þessir bankar sameinaðir? Nei. (Gripið fram í: En þið vilduð ...) Hvers vegna voru þeir ekki sameinaðir? (Gripið fram í.) Vegna þess að það hefði orðið of stórt batterí. (Gripið fram í.) Það er svarið. (Gripið fram í: Þið vilduð þetta.) Við vildum skoða það ... (Gripið fram í: Nei, nei.) (Gripið fram í: Nei.) Við skoðuðum það, og hver varð niðurstaðan? (Gripið fram í: Ekkert svona, nei, nei.) (Gripið fram í: Nei, nei.) Hver varð niðurstaðan, hv. þingmaður, hver varð niðurstaðan? Hún var sú að það yrði of stór aðili og þess vegna var fallið frá því.