Aflétting veiðibanns á rjúpu

Þriðjudaginn 04. nóvember 2003, kl. 16:42:03 (1131)

2003-11-04 16:42:03# 130. lþ. 20.14 fundur 154. mál: #A aflétting veiðibanns á rjúpu# þál., Flm. GunnB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 130. lþ.

[16:42]

Flm. (Gunnar Birgisson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta mál snýst um að aflétta veiðibanninu. Það þarf enga breytingu á lögum til að aflétta veiðibanninu, hæstv. ráðherra. Það er gert með reglugerð.

Spurningin er um hvaða framgang þessi þáltill. fær í þinginu. Verði hún samþykkt tekur hæstv. umhvrh. hana væntanlega til umfjöllunar og skoðunar. Það er það sem við erum að biðja um, flutningsmenn þessarar tillögu, að leitað verði leiða til að sjálfbærar veiðar geti haldið áfram úr rjúpnastofninum á Íslandi. Um það snýst málið.

Það þýðir enga viðkvæmni, hæstv. ráðherra, þótt við í umhvn. höfum verið á móti sölubanni í vor. Ég breytti um skoðun í þessu máli til að veiðar gætu hafist úr stofninum. Ég hélt að það væri ósk hæstv. ráðherra að fá þetta sölubann. Hún getur breytt lögum núna, lagt frv. fram strax. Það er ekki málið.