Starfskjör á fjármálamarkaði

Miðvikudaginn 03. desember 2003, kl. 14:17:18 (2423)

2003-12-03 14:17:18# 130. lþ. 41.2 fundur 347. mál: #A starfskjör á fjármálamarkaði# fsp. (til munnl.) frá viðskrh., JÁ
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 130. lþ.

[14:17]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Þetta mál er mikilvægt og full ástæða til að ræða það hér. Það er fagnaðarefni að þessar reglur komi til framkvæmda en hæstv. ráðherra nefndi ekki hvernig þær yrðu. Ég hef áhyggjur af því að þær hafi ekki viðskiptavini bankanna í huga.

Við munum það öll að fyrir ári fékk einn aðalforstjóri Kaupþings 70 millj. í bónus fyrir góðan árangur fyrir hlutabréfaeigendur fyrirtækisins en aðrir viðskiptavinir bankans urðu fyrir verulegu tapi af inneignum. Reglur um það hvernig eigi að verðlauna menn eiga ekki að mínu viti að miðast bara við hagsmuni hlutabréfaeigenda og það þarf auðvitað að koma fram í þeim gagnsæju reglum sem ætti að setja.