Kaupréttarsamningar

Miðvikudaginn 03. desember 2003, kl. 14:42:48 (2436)

2003-12-03 14:42:48# 130. lþ. 41.4 fundur 378. mál: #A kaupréttarsamningar# fsp. (til munnl.) frá viðskrh., ÁF
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 130. lþ.

[14:42]

Ásgeir Friðgeirsson:

Virðulegi forseti. Ég þakka svör ráðherra. Lög og reglur um starfsemi fjármálafyrirtækja þurfa að vera afdráttarlaus og skýr. Fjármálafyrirtæki gegna veigamiklu hlutverki og lykillinn að tilvist þeirra er traust. Óljósar reglur skapa tortryggni. Í mínum huga er engum blöðum um það að fletta að reglur varðandi kauprétt og meðferð þeirra eru mjög óljósar í þeim lögum sem við styðjumst við í dag. Það olli mér því vonbrigðum þegar í ljós kom að ráðherra eða stjórnvöld telja ekki neina ástæðu til þess að skoða betur eða fara betur í saumana á þeim reglum sem gilda hvað þetta varðar.