Ferðaþjónusta bænda

Miðvikudaginn 03. desember 2003, kl. 14:59:04 (2443)

2003-12-03 14:59:04# 130. lþ. 41.25 fundur 361. mál: #A ferðaþjónusta bænda# fsp. (til munnl.) frá landbrh., ÖS
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 130. lþ.

[14:59]

Össur Skarphéðinsson:

Virðulegi forseti. Það gladdi mig að heyra hæstv. landbrh. greina frá því að hann hefði verið á fundi í morgun með leiðsögumanni. Sannast sagna finnst mér stundum sem skorti nokkuð á leiðsögn og stefnu hjá Framsfl. Þó verður það nú að segja hæstv. landbrh. til hróss að hann hefur að mörgu leyti skilið vel þá nytsemd sem ferðaþjónustan og bændur bera inn í íslenskt samfélag. Ég deili því viðhorfi hæstv. ráðherra að það sé bjart fram undan hjá ferðaþjónustubændum. Ég tel að Flugleiðir séu að vinna kraftaverk í markaðssókn og það aflar bændum að sjálfsögðu viðskipta. Það vilja margir taka undir horn á oki ráðherrans. Til að mynda hefur Samf. lagt fram tillögu um að afnema sérstaka grein í virðisaukaskattslögunum sem einmitt, ef samþykkt yrði, ylli því að virðisaukaskattur af þjónustu ferðaþjónustubænda félli niður. Er ekki hæstv. ráðherra til í að taka undir með okkur í því efni?