Ferðaþjónusta bænda

Miðvikudaginn 03. desember 2003, kl. 15:01:33 (2445)

2003-12-03 15:01:33# 130. lþ. 41.25 fundur 361. mál: #A ferðaþjónusta bænda# fsp. (til munnl.) frá landbrh., JBjarn
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 130. lþ.

[15:01]

Jón Bjarnason:

Frú forseti. Þetta mál, ferðaþjónustumál í dreifbýli og úti um land, er gríðarlega þýðingarmikið fyrir allt atvinnulíf í landinu. Ekki bara fyrir þá sem þar búa, heldur er þetta líka ein öflugasta atvinnugrein landsmanna. Þar er ekkert dreifbýli: þéttbýli heldur myndar þetta bara eina heild, við verðum að líta á þetta þannig.

Í sambandi við upplýsingamiðstöðvarnar þá þarf að styrkja hinn almenna grunn þess atvinnuvegar. Einn mikilvægasti þátturinn í að standa að baki uppbyggingu þessa atvinnuvegar er kannski upplýsingamiðstöðvar ferðamála í héruðunum sem geta starfað á heilsársgrunni. Ég vil ítreka og spyrja hæstv. landbrh. hvort hann muni ekki beita sér fyrir því að styðja betur að þessum upplýsingamiðstöðvum því þær eru í fullkomu fjársvelti. Að því þyrfti virkilega að vinna.