Neyðarlínan

Miðvikudaginn 03. desember 2003, kl. 20:59:27 (2548)

2003-12-03 20:59:27# 130. lþ. 41.23 fundur 372. mál: #A Neyðarlínan# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., MÁ
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 130. lþ.

[20:59]

Mörður Árnason:

Forseti. Ég þakka fyrirspyrjanda, hv. þm. Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, fyrir þessa fyrirspurn og þær sem á undan gengu. Ég tel að þær sýni mikinn áhuga og þekkingu á öryggiskerfinu hér í landi og hafi sýnt fram á það almennt að hér er ýmis pottur brotinn. Sumt vantar alveg, annað er sem betur fer á leiðinni en ég lýsi furðu minni á því að í staðinn fyrir að fagna þessum áhuga og ræða við fyrirspyrjandann og aðra þingmenn hér eðlilega og í góðum friði um þau mál sem spurt er um skuli hæstv. dómsmrh. annars vegar lesa hin þurru svör embættismanna sinna og vera svo heldur pirraður á eftir yfir þeim áhuga sem þeim málefnum er sýndur sem hann ræður yfir.

Hér var ekki verið að spyrja hvort taka ætti upp 911 sem númer heldur er verið að leggja það til að svarað yrði í númerinu 112 þegar hringt væri í 911 sem gæti komið fyrir fólk vegna þess að Bandaríkin eru nokkru stærri en Ísland og hafa töluverð áhrif á menninguna hér.