Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 476. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 872  —  476. mál.




Svar



viðskiptaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur um fjármagnstekjur og raunávöxtun vátryggingaskulda tryggingafélaganna.

    Svar þetta byggist á upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu. Rétt er að geta þess að Fjármálaeftirlitinu hafa ekki verið sendir ársreikningar vátryggingafélaga og tengd gögn fyrir árið 2006, þar sem frestur skv. 47. gr. laga nr. 60/1994, um vátryggingastarfsemi, er ekki liðinn. Í svörum Fjármálaeftirlitsins er því stuðst við uppgjör áranna 2001–2005. Gögn Varðar Íslandstryggingar hf. yfir árin 2001–2004 eru samanlögð gögn Varðar vátryggingafélags hf. og Íslandstryggingar hf.

     1.      Hversu miklum fjármagnstekjum vegna vátryggingaskuldar (í krónum og sem hlutfall af heildarfjármagnstekjum) var skilað inn í skaðatryggingagreinarnar hjá tryggingafélögunum á sl. 5 árum, sundurliðað eftir árum, skaðatryggingagreinum og vátryggingafélögum?
    Töflurnar fjórar hér á eftir sýna hvernig fjárfestingartekjur af vátryggingarekstri sundurliðast á hverja grein skaðatrygginga á árunum 2001–2005 fyrir fjögur stærstu skaðatryggingafélögin.

Sjóvá-Almennar tryggingar hf. 2001 2002 2003 2004 2005
Eignatryggingar 72.694 35.221 153.618 150.106 165.409
Sjótryggingar 11.816 5.091 22.623 20.592 10.016
Flugtryggingar 10 0 201 143 1.749
Farmtryggingar 10.676 4.720 18.927 16.738 8.676
Ökutækjatryggingar 1.036.073 469.730 1.573.256 1.137.857 1.168.905
Greiðslu- og efndavátryggingar 557 170 1.181 1.734 1.912
Ábyrgðartryggingar 109.575 51.430 180.144 131.375 152.100
Slysa- og sjúkratryggingar 88.013 47.109 184.049 153.554 175.512
Endurtryggingar 73.921 26.708 73.814 46.857 36.964

Tryggingamiðstöðin hf. 2001 2002 2003 2004 2005
Eignatryggingar 43.140 44.490 76.692 69.965 57.163
Sjótryggingar 60.817 56.380 85.637 56.122 32.010
Flugtryggingar 655 388 356 183 40
Farmtryggingar 14.384 15.898 23.881 14.710 11.115
Ökutækjatryggingar 521.443 503.726 766.303 600.028 565.720
Greiðslu- og efndavátryggingar 1.847 2.219 –553 –4.425 –4.475
Ábyrgðartryggingar 109.390 99.526 133.753 82.864 69.522
Slysa- og sjúkratryggingar 79.493 92.193 198.573 163.955 149.872
Endurtryggingar 22.203 14.753 19.804 11.866 6.634

Vátryggingafélag Íslands hf. 2001 2002 2003 2004 2005
Eignatryggingar 85.943 66.450 88.370 79.850 72.940
Sjótryggingar 15.200 11.900 14.800 13.920 13.280
Flugtryggingar 0 0 0 0 0
Farmtryggingar 7.920 4.900 6.140 6.390 6.040
Ökutækjatryggingar 1.169.420 836.100 1.191.095 1.181.167 1.098.390
Greiðslu- og efndavátryggingar 360 130 330 650 590
Ábyrgðartryggingar 118.310 86.390 121.100 127.900 127.360
Slysa- og sjúkratryggingar 201.150 150.240 226.200 233.700 196.380
Endurtryggingar 13.060 8.540 11.320 10.210 9.190

Vörður Íslandstrygging hf. 2001 2002 2003 2004 2005
Eignatryggingar 188 282 1.741 7.202 15.311
Sjótryggingar 1.799 1.036 748 2.504 7.040
Farmtryggingar 55 4 175 501 822
Ökutækjatryggingar 6.249 7.468 17.646 42.553 65.799
Greiðslu- og efndavátryggingar 0 0 19 151 200
Ábyrgðartryggingar 1.401 893 1.001 2.445 4.049
Slysa- og sjúkratryggingar 471 529 1.538 3.316 6.662
Endurtryggingar 654 223 432 284 0

    Næsta tafla sýnir fjárfestingartekjur yfirfærðar á vátryggingarekstur í heild fyrir hvert þessara félaga.

    Fjárfestingartekjur yfirfærðar á vátryggingarekstur í heild
2001 2002 2003 2004 2005
Sjóvá-Almennar tryggingar hf. 1.403.334 640.179 2.207.814 1.658.957 1.721.241
Tryggingamiðstöðin hf. 853.371 829.519 1.304.446 995.268 887.601
Vátryggingafélag Íslands hf. 1.611.363 1.164.650 1.659.355 1.653.787 1.524.170
Vörður Íslandstrygging hf. 10.817 10.664 23.302 58.957 99.884

    Tekjur vátryggingafélaga af heildarfjármálarekstri eru ekki sundurliðaðar á vátryggingagreinar.
    Næsta tafla sýnir hlutfall fjárfestingartekna af vátryggingarekstri félaganna í heild af tekjum af fjármálarekstri. Hlutföllin gefa til kynna hversu mikinn hluta fjárfestingartekna sinna vátryggingafélögin telja mega rekja til þess sem þau telja raunhæfa ávöxtun af vátryggingaskuld. Hlutföllin ráðast annars vegar af stærð vátryggingaskuldar í hlutfalli af efnahagsreikningi félagsins og hins vegar af vup-viðmiðunarvaxtafæti (sjá svör við 2. og 3. lið).

Hlutfall fjárfestingartekna af vátryggingarekstri af tekjum af fjármálarekstri
2001 2002 2003 2004 2005
Sjóvá-Almennar tryggingar hf. 92% 74% 37% 27% 28%
Tryggingamiðstöðin hf. 79% 66% 64% 30% 9%
Vátryggingafélag Íslands hf. 86% 77% 77% 44% 13%
Vörður Íslandstrygging hf. 79% 53% 55% 66% 73%


     2.      Hversu mikil raunávöxtun vegna vátryggingaskuldar var tekjufærð inn á skaðatryggingagreinarnar hjá tryggingafélögunum á sl. 5 árum, sundurliðað eftir árum, skaðatryggingagreinum og vátryggingafélögum?
    Í eftirfarandi töflu má sjá vaxtafót sem notaður var við ákvörðun fjárfestingartekna af vátryggingarekstri. Taflan sýnir upplýsingar fyrir sömu vátryggingafélög og í 1. lið. Sýndur er vaxtafótur að nafnvirði sem og raunávöxtun sem fæst með því að taka tillit til hækkana á vísitölu neysluverðs á árinu. Vaxtafóturinn er sá sami fyrir allar vátryggingagreinar.

2001 2002 2003 2004 2005
Nafn Raun Nafn Raun Nafn Raun Nafn Raun Nafn Raun
Sjóvá-Almennar
tryggingar hf.
10,3% 1,6%
Vátryggingafélag Íslands hf. 10,5% 1,7% 7,0% 4,9% 9,6% 6,6% 9,5% 5,4% 9,1% 4,8%
Tryggingamiðstöðin hf. 10,7% 1,9% 9,3% 7,2% 13,8% 10,7% 9,1% 5,1% 8,8% 4,5%
Vörður vátryggingafélag 10,5% 1,7% 8,2% 6,1% 10,7% 7,7% 6,1% 2,1% 8,0% 3,7%
Íslandstrygging hf. 5,6% 3,5% 6,1% 3,2% 10,2% 6,1%

    Árin 2002–2005 gáfu Sjóvá-Almennar tryggingar hf. upp aðferð við útreikning vaxtafótar en ekki vaxtafótinn sjálfan. Árið 2005 voru Vörður og Íslandstrygging sameinuð í Vörð Íslandstryggingu hf.

     3.      Hefur Fjármálaeftirlitið gert athugasemdir við hvernig fjármagnstekjur og raunávöxtun hefur skilað sér inn í skaðatryggingagreinarnar á sl. 5 árum?
    Í 10. gr. upphaflegrar reglugerðar nr. 613/1996, um ársreikninga og samstæðureikninga vátryggingafélaga annarra en líftryggingafélaga, segir að fjárfestingartekjur af vátryggingarekstri skuli vera reiknuð ávöxtun af meðaltali eigin vátryggingaskuldar í upphafi og lok reikningsársins auk reiknaðra áhrifa verðlagsbreytinga á eigin vátryggingaskuld. Við vaxtaútreikninginn skuli nota vaxtafót sem er jafnhár og meðaltal ávöxtunarkröfu á reikningsárinu af þriggja til fimm ára verðtryggðum spariskírteinum ríkissjóðs í viðskiptum á Verðbréfaþingi Íslands (nú Kauphöll Íslands) og skuli Vátryggingaeftirlitið (nú Fjármálaeftirlitið) birta vátryggingafélögum þessa viðmiðun.
    Í breytingum sem gerðar voru á reglugerðinni með reglugerð nr. 956/2001 var ákvæðinu breytt á þann veg að við ákvörðun vaxtafótar skyldi miða við eðlilega ávöxtun í samræmi við fjárstreymi í vátryggingarekstrinum. Þannig var horfið frá því að Fjármálaeftirlitið skyldi ákveða vaxtafót við ákvörðun fjárfestingartekna af vátryggingarekstri. Jafnframt var fellt niður ákvæði um að taka skyldi tillit til áhrifa verðlagsbreytinga.
    Leiðbeinandi tilmæli Fjármálaeftirlitsins nr. 4/2002, um reikningsskil vátryggingafélaga, voru gefin út í kjölfar skýrslu nefndar sem viðskiptaráðherra skipaði til að endurskoða reglugerðir um ársreikninga vátryggingafélaga. Nefndin skilaði áliti í lok nóvember 2001. Tilmælin fjalla um framkvæmd á nefndri reglugerð nr. 613/1996. Í 8. tölul. tilmælanna segir að sem vaxtafót megi hvort sem er nota ytri viðmiðun, eins og kveðið var á um í ákvæðum eldri 10. gr. eða ávöxtun úr starfsemi félagsins. Ákvæði reglugerðar nr. 646/1995, um jöfnun eigna á móti vátryggingaskuld vátryggingafélaga, kunna að takmarka ávöxtunarmöguleika, þannig að réttlætanlegt getur verið að nota vaxtafót sem er annar en meðalávöxtun félagsins.
    Ákvörðun vaxtafótar við ákvörðun fjárfestingartekna af vátryggingarekstri og viðmiða þar að lútandi er á ábyrgð vátryggingafélaganna sjálfra og birtast niðurstöður þar að lútandi í endurskoðuðum ársreikningi. Eftirlit Fjármálaeftirlitsins felst í því að skoða hvort viðmiðin eru innan eðlilegra marka miðað við rökstuðning félaganna. Fjármálaeftirlitið hefur á síðastliðnum fimm árum ekki séð ástæðu til að gera athugasemdir við viðmið félaganna.