Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1171, 138. löggjafarþing 511. mál: embætti sérstaks saksóknara og meðferð sakamála (verksvið embættisins).
Lög nr. 52 9. júní 2010.

Lög um breytingu á lögum um embætti sérstaks saksóknara og lögum um meðferð sakamála, með síðari breytingum.


I. KAFLI
Breyting á lögum um embætti sérstaks saksóknara, nr. 135/2008, með síðari breytingum.

1. gr.

     1. mgr. 1. gr. laganna orðast svo:
     Embætti sérstaks saksóknara skal rannsaka grun um refsiverða háttsemi sem tengst hefur starfsemi fjármálafyrirtækja og þeirra sem átt hafa hluti í þeim fyrirtækjum eða farið með atkvæðisrétt í þeim, sömuleiðis grun um refsiverða háttsemi stjórnenda, ráðgjafa og starfsmanna fjármálafyrirtækja og þeirra annarra sem komið hafa að starfsemi fyrirtækjanna. Embættið skal eftir atvikum fylgja rannsókn eftir með saksókn.

2. gr.

     5. mgr. 2. gr. laganna orðast svo:
     Ef háttsemi felur í sér annað eða önnur brot en þau sem sérstakur saksóknari fer með skv. 1. gr. tekur ríkissaksóknari ákvörðun um hvort hann fari með málið. Ríkissaksóknari sker úr um valdsvið sérstaks saksóknara gagnvart öðrum ákærendum ef vafi rís um það. Ríkissaksóknari getur enn fremur falið sérstökum saksóknara að fara með önnur mál en þau sem falla undir 1. gr. eða falið öðrum ákæranda að fara með mál sem þar fellur undir, svo sem ef rannsókn er þegar hafin á því.

II. KAFLI
Breyting á lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008, með síðari breytingum.

3. gr.

     Orðið „opinbers“ í 1. mgr. 32. gr. laganna fellur brott.

4. gr.

     Í stað orðanna „læknisrannsókn, þar með talin“ í 3. málsl. 1. mgr. 79. gr. laganna kemur: líkamsrannsókn, einnig.

5. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 192. gr. laganna:
  1. Við d-lið bætist: svo og skipun verjanda eða synjun um skipun hans.
  2. Við e-lið bætist: svo og skipun réttargæslumanns eða synjun um skipun hans.


6. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 1. júní 2010.