Ferill 172. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Microsoft Word.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 173  —  172. mál.
Stjórnartillaga.



Tillaga til þingsályktunar


um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019–2023.


Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.


    Alþingi ályktar, sbr. lög um samgönguáætlun, nr. 33/2008, að á árunum 2019–2023 skuli unnið að samgöngumálum í samræmi við eftirfarandi aðgerðaáætlun sem er hluti af og innan ramma samgönguáætlunar fyrir árin 2019–2033 þar sem mörkuð er stefna og markmið sett fyrir allar greinar samgangna á gildistíma áætlunarinnar. Aðgerðaáætlunin tekur mið af ramma fjármálaáætlunar fyrir árin 2019–2023.
    Fjárhæðir eru á verðlagi eins og það birtist í frumvarpi til fjárlaga 2019 og eru í milljónum króna.

Tafla 1 – Fjármálaáætlun 2019–2023.
Fjármálaáætlun 2019–2023 2019 2020 2021 2022 2023 Samtals
Samgöngur samtals 41.375,9 40.767,0 40.309,2 34.705,2 34.705,2 191.862,5
221-101 Samgöngustofa 2.623,9 2.623,9 2.623,9 2.623,9 2.623,9 13.119,5
252-101 Flugvellir og flugleiðsöguþjónusta 2.426,2 2.465,0 2.348,0 2.348,0 2.348,0 11.935,2
10-211 Vegagerðin 35.148,0 34.379,8 34.141,8 28.537,8 28.487,8 160.695,2
    101 Almennur rekstur 1.114,6 1.124,6 1.124,6 1.124,6 1.124,6 5.613,0
    107 Þjónusta 5.552,2 5.552,2 5.552,2 5.552,2 5.552,2 27.761,0
    115 Styrkir til almenningssamgangna 3.425,6 3.425,6 3.425,6 3.425,6 3.425,6 17.128,0
    610 Framkvæmdir á vegakerfinu 23.545,4 23.388,4 23.250,4 17.846,4 17.846,4 105.877,0
    620 Framkvæmdir við vita og hafnir 780,2 889,0 789,0 589,0 539,0 3.586,2
    682 Botndælubúnaður við Landeyjahöfn 730,0 730,0
241-670 Hafnabótasjóður 915,5 923,0 1.023,0 1.023,0 1.073,0 4.957,5
231-101 Rannsóknarnefnd samgönguslysa 170,5 172,5 172,5 172,5 172,5 860,5
998-130 Varasjóður málaflokks 91,8 202,8 294,6
Verðlag fjárlagafrumvarps 2019.

1. SAMGÖNGUSTOFA
Tafla 2 – Fjármál Samgöngustofu.
Tekjur og framlög
Verðlag fjárlaga 2019. Fjárhæðir í millj. kr. 2019 2020 2021 2022 2023 Samtals
Framlag úr ríkissjóði 1.371 1.371 1.371 1.371 1.371 6.854
Rekstrartekjur 1.253 1.253 1.253 1.253 1.253 6.266
Til ráðstöfunar alls 2.624 2.624 2.624 2.624 2.624 13.120
Gjöld
Verðlag fjárlaga 2019. Fjárhæðir í millj. kr. 2019 2020 2021 2022 2023 Samtals
Stjórnsýsla og rekstur 673 673 673 673 673 3.366
Forvarnir og öryggisáætlanir Íslands 225 225 225 225 225 1.127
Eftirlit með innlendum aðilum 797 797 797 797 797 3.984
Eftirlit með erlendum aðilum 68 68 68 68 68 341
Þjónusta og skrár í umsjón Samgöngustofu 827 827 827 827 827 4.133
Rannsóknir, þróun og umhverfismál 34 34 34 34 34 170
Samtals 2.624 2.624 2.624 2.624 2.624 13.120

2. FLUGVELLIR OG FLUGLEIÐSÖGUÞJÓNUSTA
Tafla 3 – Fjármál flugmála.
Tekjur og framlög
Verðlag fjárlaga 2019. Fjárhæðir í millj. kr. 2019 2020 2021 2022 2023 Samtals
Framlög úr ríkissjóði 2.426 2.465 2.348 2.348 2.348 11.935
Rekstrartekjur 693 693 693 693 693 3.465
Til ráðstöfunar alls 3.119 3.158 3.041 3.041 3.041 15.400
Gjöld
Verðlag fjárlaga 2019. Fjárhæðir í millj. kr. 2019 2020 2021 2022 2023 Samtals
Rekstur og þjónusta 2.510 2.510 2.510 2.510 2.510 12.550
Stofnkostnaður (sjá sundurliðun í töflu 4) 144 140 0 0 250 534
Viðhald og reglubundin endurnýjun búnaðar (sjá sundurliðun í töflu 5) 465 508 531 531 281 2.316
Gjöld alls 3.119 3.158 3.041 3.041 3.041 15.400

Tafla 4 – Stofnkostnaður – sundurliðun.
Verðlag fjárlaga 2019. Fjárhæðir í millj. kr. 2019 2020 2021 2022 2023 Samtals
Alþjóðaflugvellir í grunnneti
Reykjavík 150 150
Akureyri 144 140 284
Egilsstaðir 100 100
Samtals alþjóðaflugvellir í grunnneti 144 140 0 0 250 534
Samtals aðrir flugvellir í grunnneti 0 0 0 0 0 0
Samtals aðrir flugvellir og lendingarstaðir 0 0 0 0 0 0
Samtals stofnkostnaður 144 140 0 0 250 534

Tafla 5 –Viðhald og reglubundin endurnýjun búnaðar – sundurliðun.
Verðlag fjárlaga 2019. Fjárhæðir í millj. kr. 2019 2020 2021 2022 2023 Samtals
Alþjóðaflugvellir í grunnneti
Reykjavík Yfirborðsviðhald flugbrauta og hlaða (bundin slitlög) 14
0
14
0
0
28
Byggingar og búnaður 0 0
Ýmis leiðsögu- og ljósabúnaður og leiðrétting frávika 36 60 37 0 133
Akureyri Yfirborðsviðhald flugbrauta og hlaða (bundin slitlög) 40 40 0 0 80
Byggingar og búnaður 0 10 10 20
Ýmis leiðsögu- og ljósabúnaður og leiðrétting frávika 20 36 4 0 0 60
Egilsstaðir Yfirborðsviðhald flugbrauta og hlaða (bundin slitlög) 6 0 78 524 263 871
Byggingar og búnaður 5 10 15
Ýmis leiðsögu- og ljósabúnaður og leiðrétting frávika 58 8 10 0 0 76
Samtals alþjóðaflugvellir í grunnneti 179 154 153 524 273 1.283
Aðrir flugvellir í grunnneti
Vestmannaeyjar Yfirborðsviðhald flugbrauta og hlaða (bundin slitlög) 0 0 120 0 0 120
Byggingar og búnaður 8 8
Ýmis leiðsögu- og ljósabúnaður og leiðrétting frávika 40 25 65
Ísafjörður Yfirborðsviðhald flugbrauta og hlaða (bundin slitlög) 0 147 0 0 0 147
Byggingar og búnaður 9 9
Ýmis leiðsögu- og ljósabúnaður og leiðrétting frávika 15 4 0 0 19
Bíldudalur Yfirborðsviðhald flugbrauta og hlaða (bundin slitlög) 66 0 0 0 0 66
Ýmis leiðsögu- og ljósabúnaður og leiðrétting frávika 45 2 47
Gjögur Ýmis leiðsögu- og ljósabúnaður og leiðrétting frávika 9 2 0 11
Húsavík Byggingar og búnaður 5 5
Ýmis leiðsögu- og ljósabúnaður og leiðrétting frávika 11 11
Grímsey Ýmis leiðsögu- og ljósabúnaður og leiðrétting frávika 100 100
Þórshöfn Yfirborðsviðhald flugbrauta og hlaða (bundin slitlög) 0 0 126 0 0 126
Vopnafjörður Ýmis leiðsögu- og ljósabúnaður og leiðrétting frávika 1 10 11
Hornafjörður Byggingar og búnaður 8 8
Ýmis leiðsögu- og ljósabúnaður og leiðrétting frávika 0 115 115
Samtals aðrir flugvellir í grunnneti 181 316 371 0 0 868
Aðrir flugvellir og lendingarstaðir
Yfirborðsviðhald flugbrauta og hlaða (bundin slitlög)
Bakki 44 44
Stóri Kroppur 21 21
Reykhólar 35 35
Samtals aðrir flugvellir og lendingarstaðir 79 21 0 0 0 100
Sameiginleg verkefni
Til leiðréttinga og brýnna verkefna 26 17 7 7 8 65
Samtals sameiginleg verkefni 26 17 7 7 8 65
Samtals viðhald og reglubundin endurnýjun búnaðar 465 508 531 531 281 2.316

3. VEGAGERÐIN
Tafla 6 – Fjármál Vegagerðarinnar.
Tekjur og framlög
Verðlag fjárlaga 2019, fjárhæðir í millj. kr. 2019 2020 2021 2022 2023 Samtals
10-211 Vegagerðin
Rekstrarframlög 9.690 9.700 9.700 9.700 9.700 48.490
Fjárfestingarframlög 25.055 24.277 24.039 18.435 18.385 110.191
Framlög úr ríkissjóði samtals: 34.745 33.977 33.739 28.135 28.085 158.681
Almennar sértekjur 393 393 393 393 393 1.965
Tekjur af Landeyjahöfn 10 10 10 10 10 50
Sértekjur samtals: 403 403 403 403 403 2.015
Til ráðstöfunar samtals: 35.148 34.380 34.142 28.538 28.488 160.696
10-241 Hafnarframkvæmdir
Rekstrarframlög 916 923 1.023 1.023 1.073 4.958
Framlög úr ríkissjóði samtals: 916 923 1.023 1.023 1.073 4.958
Til ráðstöfunar samtals: 916 923 1.023 1.023 1.073 4.958
Gjöld
Verðlag fjárlaga 2019, fjárhæðir í millj. kr. 2019 2020 2021 2022 2023 Samtals
10-211 Vegagerðin
Rekstur:
Almennur rekstur 1.115 1.125 1.125 1.125 1.125 5.615
Stjórn og undirbúningur 682,5 692,5 692,5 692,5 692,5
Sértekjur -209,5 -209,5 -209,5 -209,5 -209,5
Vaktstöð siglinga 292,0 292,0 292,0 292,0 292,0
Viðhald vita og leiðsögukerfa 200,0 200,0 200,0 200,0 200,0
Rekstur Landeyjahafnar 10,0 10,0 10,0 10,0 10,0
Sértekjur -10,0 -10,0 -10,0 -10,0 -10,0
Rannsóknir 150,0 150,0 150,0 150,0 150,0
Þjónusta 5.552 5.552 5.552 5.552 5.552 27.760
Svæði og rekstrardeild (sértekjur) -184,0 -184,0 -184,0 -184,0 -184,0
Almenn þjónusta 2.696,0 2.696,0 2.696,0 2.696,0 2.696,0
Vetrarþjónusta 3.040,0 3.040,0 3.040,0 3.040,0 3.040,0
Styrkir til almenningssamgangna 3.426 3.426 3.426 3.426 3.426 17.130
Ferjur, sérleyfi á landi, innanlandsflug 2.420,0 2.420,0 2.420,0 2.420,0 2.420,0
Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu 1.006,0 1.006,0 1.006,0 1.006,0 1.006,0
Fjárfestingar:
Framkvæmdir á vegakerfinu
Viðhald 10.000 10.000 10.000 10.000 10.000 50.000
Nýframkvæmdir (Sjá sundurliðun í töflu 7) 13.545 13.488 13.350 7.846 7.846 56.075
Framkvæmdir við vita og hafnir 1.510 789 689 589 539 4.116
Vitabyggingar 15 15 15 20 20
Sjóvarnargarðar (Sjá sundurliðun í töflu 9) 115 120 150 150 150
Landeyjahöfn 642 641 464 394 344
Botndælubúnaður við Landeyjahöfn 730
Ferjubryggjur 3 3 50 10 10
Hafna- og strandrannsóknir 5 10 10 15 15
Samtals Vegagerðin 10-211: 35.148 34.380 34.142 28.538 28.488 160.696
10-241 Hafnarframkvæmdir
Rekstur
Hafnabótasjóður (Sjá sundurliðun í töflu 8) 916 923 1.023 1.023 1.073 4.958
Samtals hafnarframkvæmdir 10-241: 916 923 1.023 1.023 1.073 4.958

Tafla 7 – Vegáætlun 2019–2023 – sundurliðun nýframkvæmda.
Vísitala áætlana 16.200.
Vegnr. Kaflanr. Vegheiti Lengd
kafla
[km]
Eftirstöðvar
kostnaðar
1. 1. 2019
millj. kr.
2019 2020 2021 2022 2023 2024+
Framhald
    Kaflaheiti
Suðursvæði I
Undirbúningur verka utan áætlunar 250 50 50 50 50 50 +
1 Hringvegur
b4     Um Gatnabrún 2,5 450 450
b5     Jökulsá á Sólheimasandi 0,5 520 20 255 245
d2–d5     Norðaustan Selfoss, brú á Ölfusá 5,0 5.500 10 10 10 10 10 +
d6     Biskupstungnabraut–Varmá 8,9 4.350 1.250 1.050 1.600 450
d6–d8     Varmá–Kambar 3,0 2.500 500 450 700 +
30 Skeiða- og Hrunamannavegur
08     Einholtsvegur–Biskupstungnabraut 4,4 285 100 185
34 Eyrarbakkavegur
01–02     Hringtorg og undirgöng við Suðurhóla 200 200
208 Skaftártunguvegur
00     Um Eldvatn 0,5 150 150
355 Reykjavegur
01     Biskupstungnabraut–Laugarvatnsvegur 8,0 185 185
Samtals Suðursvæði I 1.580 1.735 3.055 960 760
Suðursvæði II (Reykjavík og Suðvestursvæði)
Undirbúningur verka utan áætlunar 250 50 50 50 50 50
1 Hringvegur
e3     Bæjarháls–Vesturlandsvegur 1,6 400 400
f3     Skarhólabraut–Hafravatnsvegur 1,2 510 510
f5–f6     Um Kjalarnes 9,0 3.200 400 600 1.440 760
f8     Hvalfjarðargöng*
36 Þingvallavegur
    Í Mosfellsdal, tvö hringtorg og undirgöng 400 400
41 Reykjanesbraut
12     Gatnamót við Bústaðaveg 1.000 1.000
12     Undirgöng í Kópavogi, skuld 100 100
14     Kaldárselsvegur–Krýsuvíkurvegur 3,3 2.400 1.000 1.400
15     Krýsuvíkurvegur–Hvassahraun 5,5 3.300 300 +
43 Grindavíkurvegur
01     Reykjanesbraut–Bláalónsvegur 500 500
Bætt umferðarflæði, almenningssamgöngur. 200 200 200 200 200 +
Umferðarstýring á höfuðborgarsvæði 40 40 40 40 40 +
Öryggisaðgerðir 100 100 100 100 100 +
Göngubrýr og undirgöng 150 150 150 150 150 +
Samtals Suðursvæði II 3.450 2.840 2.380 1.300 1.540
* Leitað verði leiða til að fjármagna tvöföldun Hvalfjarðarganga í samstarfi við einkaaðila.
Vestursvæði
Undirbúningur verka utan áætlunar 250 50 50 50 50 50 +
1 Hringvegur
h4     Um Heiðarsporð (Biskupsbeygja) 2,5 300 300
54 Snæfellsnesvegur
10     Um Fróðárheiði 250 250
60 Vestfjarðavegur
25–28     Um Gufudalssveit 18,2 6.700 600 1.600 2.700 1.800
35–37     Dynjandisheiði 35,2 5.300 300 300 1.200 +
39     Dýrafjarðargöng 11,8 7.200 3.500 3.700
61 Djúpvegur
34     Hestfjörður–Seyðisfjörður 6,5 550 550
35–36     Um Hattardalsá 270 270
612 Örlygshafnarvegur
04     Um Hvallátur 2,1 120 120
643 Strandavegur
06     Um Veiðileysuháls 12,0 700 200 200 +
09     Um Litlu Kleif í Norðurfirði 0,5 40 40
Samtals Vestursvæði 4.990 5.650 3.440 2.350 1.450
Norðursvæði
Undirbúningur verka utan áætlunar 250 50 50 50 50 50 +
1 Hringvegur
r6     Jökulsá á Fjöllum 2,0 2.000 5 5 5 5 5 +
74 Skagastrandarvegur
01     Hringvegur–Laxá 8,5 1.350 1.000 350
85 Norðausturvegur
27     Brekknaheiði 7,6 1.000 200
815 Hörgárdalsvegur
01     Skriða–Brakandi 4,0 230 230
842 Bárðardalsvegur vestri
01     Hringvegur–Sprengisandsleið 37,0 1.500 270 +
862 Dettifossvegur
02–03     Súlnalækur–Ásheiði 14,6 1.475 600 675 200
Samtals Norðursvæði 655 730 1.755 405 255
Austursvæði
Undirbúningur verka utan áætlunar 250 50 50 50 50 50
1 Hringvegur
v4–v5     Um Berufjarðarbotn 4,7 300 300
x6–x9     Um Hornafjörð 18,0 4.500 10 10 530 580 1.200 +
y2     Um Steinavötn 450 100 350
94 Borgarfjarðarvegur
03–04     Eiðar–Laufás 14,7 600 100 500
06–07     Um Vatnsskarð 8,8 360 360
07–08     Um Njarðvíkurskriður 100 100
Samtals Austursvæði 920 410 580 730 1.750
Samtals almenn verkefni 11.595 11.365 11.210 5.745 5.755
Sameiginlegt
Tengivegir, bundið slitlag 800 900 900 900 900 +
Breikkun brúa 405,0 463,0 480,0 441,0 431,0 +
Hjóla- og göngustígar 250 265 265 265 265 +
Samgöngurannsóknir 20 20 20 20 20 +
Héraðsvegir 110 110 110 110 110 +
Landsvegir utan stofnvegakerfis 120 120 120 120 120 +
Styrkvegir 50 50 50 50 50 +
Reiðvegir 75 75 75 75 75 +
Smábrýr 50 50 50 50 50 +
Girðingar 60 60 60 60 60 +
Sameiginlegur jarðgangakostnaður 10 10 10 10 10 +
Samtals sameiginlegt 1.950,0 2.123,0 2.140,0 2.101,0 2.091,0
Samtals nýframkvæmdir 13.545,0 13.488,0 13.350,0 7.846,0 7.846,0

Tafla 8 – Hafnabótasjóður – sundurliðun framkvæmda og fjárveitinga.
Framkvæmdir í höfnum í grunnneti.
Skýringar: Frumáætlun um heildarkostnað við framkvæmdir, virðisaukaskattur meðtalinn í kostnaði en ekki í fjárveitingu. Verðlag frumvarps til fjárlaga 2019 í milljónum króna.
Höfn Kostnaður 2019 2020 2021 2022 2023 2024+ Hlutur
ríkissj.
Verkefni Heildar-
kostn.
Lokið
1.1.2019
Kostn. Fjárv. Kostn. Fjárv. Kostn. Fjárv. Kostn. Fjárv. Kostn. Fjárv.
Snæfellsbær
Ólafsvík: Lenging Norðurgarðs, (60 m, 24.500 m3) 142,2 142,2 68,8 60%
Ólafsvík: Norðurtangi endurbyggður (stálþil 120 m, dýpi 5,5 m) 310,7 41,0 24,8 125,3 75,8 144,4 87,3 75%
Ólafsvík: Dýpkun innsiglingar í 7,0 m. Magn 35 þús. m³ 44,0 44,0 21,3 60%
Ólafsvík: Stækkun trébryggju löndunaraðstaða bætt 160 m² 24,0 24,0 11,6 60%
Grundarfjörður
Lenging Norðurgarðs, stálþil, þekja og lagnir (130 m, með 30 m gafl dýpi 10 m) 468,5 169,0 81,8 162,6 78,7 136,9 66,2 60%
Lenging Norðurgarðs, brimvörn (7.500 m³ kjarni og grjót, dældfylling 30.000 m³) 58,5 39,0 18,9 19,5 9,4 60%
Norðurgarður: Endurbygging steyptrar kerjabryggju, 90 m, dýpi 6 m. 248,0 64,0 38,7 + 75%
Stykkishólmur
Smábátaaðstaða (flotbryggja 20 m, landstöpull) 23,0 23,0 11,1 60%
Stykkishöfn: Hafskipabryggja lengd um 40 m 135,0 45,0 21,8 + 60%
Vesturbyggð
Bíldudalur: Tenging stórskipakants og hafskipakants (stálþil 57 m, dýpi 8 m) 169,0 41,3 20,0 66,1 32,0 61,6 29,8 60%
Bíldudalur: Endurbygging hafskipabryggju (stálþil 99 m, 50 m dýpi 5 m, 49 m dýpi 8 m) 218,0 126,3 76,4 42,2 25,5 49,5 29,9 75%
Brjánslækur: Smábátaaðstaða (öldubrjótur, 5 m breiður 30 m) 52,0 52,0 31,2 60%
Ísafjörður
Flateyri: Endurbygging þekju og kantbita hafskipakants (þekja 920 m², kantbiti 70 m) 37,0 37,0 22,4 75%
Ísafjörður: Sundabakki. nýr kantur (stálþil 150 m, dýpi 10 m) 423,0 84,6 40,9 213,9 103,5 124,5 60,2 60%
Ísafjörður: Dýpkun (9 m dýpi, 225.000 m³) 196,0 106,0 51,3 90,0 43,5 60%
Þingeyri: Endurbygging innri hafnargarðs 1. áfangi 115 m, dýpi 5–7 m 275,0 75,0 45,4 + 75%
Bolungarvík
Endurbygging Brjóts, fremri hluti, stálþil, langir og þekja (78 m, dýpi 9 m) 230,0 110,5 119,5 72,3 75%
Grundargarður sandfangari og endurbygging (12.500 m3) 35,5 35,5 17,2 60%
Lækjarbryggja: Endurbygging trébryggju 112 m, dýpi 5 m. 239,0 49,0 29,6 170,0 102,8 75%
Skagaströnd
Smábátahöfn (dýpi 2,5 m dýpkun í 6000 m³, grjótgarður 16.500 m³, flotbryggjur 80 m) 165,6 96,4 69,2 33,5 60%
Endurbygging Ásgarðs Stálþil 105m, dýpi 5 m 245,0 47,6 28,8 116,3 70,3 81,1 49,1 75%
Skagafjörður
Sauðárkrókur: Endurbygging efri garðs (stálþil 70 m, dýpi 8 m) 210,0 109,0 65,9 101,0 61,1 75%
Hofsós: Endurbygging norðurgarðs (Grjótvörn, 4500 m³, stálþil 60 m, dýpi 4,5 m) 158,0 41,0 24,8 117,0 70,8 75%
Sauðárkrókur: Endurbygging Efri garðs 85 m stálþil, dýpi 8 m 242,0 69,0 41,7 + 75%
Fjallabyggð
Siglufjörður: Innri höfn stálþil 110 m, dýpi 4 m 218,0 7,5 4,5 45,0 27,2 82,0 49,6 + 75%
Dalvík
Hafskipabryggja, stálþil (145 m, dýpi 9 m) 460,0 295,2 164,8 79,7 60%
Hauganes: Flotbryggja 15,0 15,0 7,3 60%
Norðurgarður: Endurbygging stálþils 72 m dýpi 6 m 204,0 59,0 35,7 98,0 59,3 + 75%
Hafnasamlag Norðurlands (Akureyri)
Akureyri: Torfunefsbryggja. Endurbygging bryggju (120 m, 9 m dýpi) 342,0 76,0 46,0 136,4 82,5 129,6 78,4 75%
Grenivík: Endurbygging bryggju 35 m, dýpi 5 m 88,0 23,0 13,9 65,0 39,3 75%
Hafnir Norðurþings
Húsavík: Þvergarður endurbyggður (Stálþil: 90 m dýpi 8 m, 75 m dýpi 5 m) 375,0 156,0 94,4 114,0 69,0 105,0 63,5 75%
Húsavík: Þvergarður lengdur (stálþil 50 m, dýpi 6 m) 165,0 61,0 29,5 54,0 26,1 50,0 24,2 60%
Húsavík dýpkun vegna Þvergarðs í 8,0m. Magn 20.000 m³. Gröftur 65,0







65,0
31,5



60%
Raufarhöfn: Endurbygging hafskipabryggja (endurskoða) stálþil 80m dýpi 7m 240,0 62,0 37,5 + 75%
Langanesbyggð
Endurbygging brimvarnargarðs á Bakkafirði (15.000 m³) 95,0 48,0 29,0 + 75%
Vopnafjörður
Dýpkun og breikkun innsiglingarrennu (dýpi 10 m, 21.500 m³) 113,3 46,3 67,0 32,4 60%
Seyðisfjörður
Angorabryggja (trébryggja 46 m, dýpi 7 m) 124,0 64,0 38,7 60,0 36,3 75%
Bjólfsbakki. Endurbygging, stálþil 150 m, 7 m dýpi 444,0 96,0 58,1 + 75%
Djúpivogur
Hafskipabryggja (stálþil 65 m og gafl 12 m, dýpi 6 m) 186,0 65,6 39,7 85,0 51,4 + 75%
Hornafjörður
Sandfangari við Einholtskletta (150 m, endurnýtt grjót úr Suðurfjörutanga) 212,0 144,0 69,7 68,0 32,9 60%
Miklagarðsbryggja endurbyggð (stálþil 78 m , dýpi 5 m) 218,0 118,7 71,8 78,1 47,2 + 75%
Vestmannaeyjar
Hörgaeyrargarður styttur um 30 m 49,9 49,9 24,1 60%
Þorlákshöfn
Endurbygging Svartaskersbryggju (250 m, dýpi 6 m) 550,3 59,2 35,8 356,0 215,3 135,1 81,7 75%
Endurbygging Suðurvaragarðs (200 m, dýpi 8 m) 560,0 108,0 65,3 + 75%
Skurðsprengingar fyrir þilskurði Suðurvarabryggju, 140 m 82,0 82,0 39,7 60%
Grindavík
Dýpkun við Miðgarð (dýpi 8 m, 5300 m², 15500 m3) 90,4 10,0 65,4 31,6 15,0 7,3 60%
Reykjaneshafnir
Helguvík, lenging stálþils (60 m, dýpi 10 m) 194,8 92,8 44,9 87,0 42,1 15,0 7,3 60%
Njarðvík. Innsiglingarenna 60 m breið, dýpi 8 m. grafanlegt 52,6 52,6 25,5 60%
Njarðvík: Endurbygging Suðurgarðs 110 m, dýpi 6 m 248,0









64,0
38,7

75%
Sandgerði
Endurbygging Suðurbryggju stálþil 145 m, dýpi 6 m 291,4 196,4 95,0 57,5 75%
Dýpkun við löndunarkrana á Norðurgarði. 300 m² 6,0 0,0 6,0 2,9 60%
Endurbygging Suðurbryggju, seinni áfangi lengd 130 m, dýpi 6 m 274,0 74,0 44,8 + 75%
Óskipt
Frumrannsóknir 96,0 18,0 10,9 18,0 10,9 20,0 12,1 20,0 12,1 20,0 12,1 75%
Viðhaldsdýpkanir og viðhald skjólgarða 410,9 76,5 49,3 89,3 51,1 77,7 49,5 89,7 54,1 77,7 49,5
Samtals áætlað í grunnneti 1.508,1 806,2 1.435,1 797,9 1.645,9 919,4 1.520,2 862,0 1.692,4 992,8
Áætluð skipting vegna viðhaldsdýpkana 76,5 49,3 89,3 51,1 77,7 49,5 89,7 54,1 77,7 49,5
Grundarfjörður, Suðurhöfn (5.000 m³) 8,5 8,5 4,1 60%
Ísafjörður, innsiglingarrenna (15.000 m³) 22,3 22,3 10,8 60%
Hornafjörður, í höfn (25.000 m³/ár) 196,7 40,7 27,9 39,0 26,7 39,0 26,7 39,0 26,7 39,0 26,7 85%
Grenivík, viðhaldsdýpkun (6.000 m³) 16,0 16,0 7,7 60%
Sauðárkrókur viðhaldsdýpkun (10.000 m³. 4 hvert ár) 14,0 14,0 9,6 85%
Þorlákshöfn (20.000 m³ annað hvert ár) 60,0 20,0 13,7 20,0 13,7 20,0 13,7 85%
Húsavík, viðhaldsdýpkun 15.000 m³ 18,0 18,0 8,7 60%
Óskipt 75,4 7,3 3,5 12,0 5,8 18,7 9,0 18,7 9,0 18,7 9,0 60%
Áætluð skipting frumrannsókna 18,0 10,9 18,0 10,9 20,0 12,1 20,0 12,1 20,0 12,1
Hornafjörður: Rannsóknir á Grynnslunum 43,3 12,3 18,0 10,9 13,0 7,9 75%
Patreksfjörður öldustraumsrannsóknir vegna stórskipahafnar 10,0 5,0 3,0 5,0 3,0 75%
Grímsey sogrannsóknir 5,0 5,0 3,0 75%
Óskipt 10,0 6,0 20,0 12,1 20,0 12,1 75%

Framkvæmdir í höfnum utan grunnnets – ríkisstyrktar.
Skýringar: Frumáætlun um heildarkostnað við framkvæmdir, virðisaukaskattur meðtalinn í kostnaði, en ekki í fjárveitingu. Verðlag fjárlaga 2019 í millj. kr.
Kjördæmi Kostnaður 2019 2020 2021 2022 2023 2019+ Hlutur
ríkissj.
Hafnir/hafnasamlög Heildar-
kostn.
Lokið
1.1.2019
Kostn. Fjárv. Kostn. Fjárv. Kostn. Fjárv. Kostn. Fjárv. Kostn. Fjárv.
Reykhólahreppur
Endurbygging stálþilsbryggju (dýpi 5 m, 140 m) 290,0 74,0 53,7 126,0 91,5 90,0 65,3 90%
Ísafjarðarbær (Suðureyri):
Endurbygging Vesturkants (stálþil 60 m, dýpi 6 m) 138,0 68,6 41,5 69,4 42,0 75%
Súðavík
Endurbygging Miðgarðs (trébryggja 46 m, dýpi 6 m) 106,0 20,5 14,9 + 90%
Stálþil við Langeyri. 80 m, dýpi 10 m 273,0 28,0 16,9 65,4 39,6 64,6 39,1 115,0 69,6 75%
Strandabyggð, Hólmavík
Endurbygging stálþils (50 m, dýpi 6 m) 125,0 50,0 36,3 60,0 43,5 15,0 10,9 90%
Borgarfjörður eystri
Hafnarvog, 12 tonn 2,0 2,0 1,2 75%
Breiðdalsvík
Flotbryggja (20 m) 22,8 22,8 13,8 75%
Hafnir utan grunnnets alls 171,4 109,7 194,8 125,1 153,6 103,7 241,0 161,0 110,5 80,2
Hafnir innan og utan grunnnets alls 1.679,5 916,0 1.629,9 923,0 1.799,5 1.023,0 1.761,2 1.023,0 1.802,9 1.073,0

Tafla 9 – Sjóvarnir – sundurliðun framkvæmda og fjárveitinga.
Sundurliðun framkvæmda við sjóvarnir.
Skýringar: Frumáætlun um heildarkostnað við framkvæmdir, virðisaukaskattur meðtalinn. Verðlag fjárlaga 2019 í millj. kr.
Sveitarfélag 2019 2020 2021 2022 2023 Hlutur
Verkefni, sjóvarnir Kostn. Fjárv. Kostn. Fjárv. Kostn. Fjárv. Kostn. Fjárv. Kostn. Fjárv. ríkissj.
Akranes
Breiðin, styrking og hækkun sjóvarnar (220 m – 3500 m3) 25,1 22,0 7/8
Höfðavík (Miðvogur) lenging á bakkavörn (170 m – 1100 m3) 6,7 5,9 7/8
Leynir, lenging sjóvarnar (25 m – 530 m3) 3,2 2,8 7/8
Sólmundarhöfði að vestanverðu (100 m – 1000 m3) 7,8 6,8 7/8
Snæfellsbær
Hellnar við Gróuhól (100 m – 1.200 m³) 7/8
Hellissandur, við Hellisbraut 1 (125 m – 2.200 m3) 7/8
Ólafsvík, við Ennisbraut 23–37 (160 m – 1.600 m3) 7/8
Staðarsveit, við Marbakka (80 m – 800 m3) 7/8
Vestan Gufuskála (100 m – 1200 m3) 10,3 9,0 7/8
Staðarsveit, við Barðastaði (170 m – 1.700) 15,5 13,6 7/8
Reykhólahreppur
Flatey, sjóvörn við gamla þorpið (um 25–30 m – 600 m³) viðbót 7/8
Vesturbyggð
Sjóvörn við Kollsvík, fornminjar (120 m – 1000 m3) 7,5 6,6 7/8
Árneshreppur
Sjóvörn á Gjögri (40 m – 600 m3) 4,7 4,1 7/8
Dalabyggð
Sjóvörn við Ægisbraut, styrking (250 m – um 2.000 m³) 11,6 10,2 7/8
Húnaþing vestra
Borgir í Hrútafirði (100 m – 1000 m3) 8,6 6,6 7/8
Blönduós
Vestan sláturhúss að hreinsistöð við Ægisbraut 14 (100 m – 1.000m3) 8,1 7,1 7/8
Frá sláturhúsi út fyrir lóð Hafnarbrautar 1 (100 m – 1.000 m3) 8,1 7,1 7/8
Skagaströnd
Réttarholt að Sólvangi (260 m – 3.200 m3) 21,0 18,4 7/8
Skagabyggð
Sjóvörn við Krók, (250 m – 3.100 m3) 16,8 14,7 7/8
Sjóvörn við norðanvert Kálfhamarsnes (200 m – 2.500 m3) 13,8 12,1 7/8
Skagafjörður, sveitarfélag
Hofsós, neðan við Suðurbraut 8–18 (200 m – 3.000 m3) 24,1 21,1 7/8
Fjallabyggð
Ólafsfjörður, við Námuveg 11 (120 m – 1.600 m3) 9,4 8,2 7/8
Dalvíkurbyggð
Dalvík, lenging á sjóvörn austan hafnar (100 m – 1.600m3) 11,7 10,2 7/8
Árskógssandur, vestan hafnar, lengja vörn í norður
(80 m – 1.600 m³) 11,5 10,1 7/8
Dalvík, Sæból að Framnesi (250 m – 3500 m3) 26,4 23,1 7/8
Sjóvörn frá Hinriksmýri að Lækjarbakka á Árskógssandi (170 m – 2500 m3) 18,8 16,5 7/8
Svalbarðsstrandarhreppur
Styrking og lenging sjóvarnar norðan hafnar (180 m – 1.800 m3) 14,2 12,4 7/8
Lenging sjóvarnar norðan tjarnar (100 m – 1000m3 ) 7,9 6,9 7/8
Grenivík
Framhald að höfn og styrking sjóvarnar (130 m – 1.900 m3) 15,6 13,7 7/8
Sjóvörn til suðurs inn fyrir Þengilbakka (100 m – 1.500 m3) 12,0 10,5 7/8
Norðurþing
Húsavíkurbakkar, endurbygging og styrking (270 m – 5.400 m3) 7/8
Seyðisfjörður
Vestdalseyri (100 m – 800 m3) 5,9 5,2 7/8
Þórarinsstaðaeyri (200 m – 1600 m3) 12,6 11,0 7/8
Við Austurveg (250 m – 3150 m3) 24,4 21,4 7/8
Borgarfjarðarhreppur
Við Borg í Njarðvík (300 m – 4.000 m3) 21,0 18,4 7/8
Fjarðabyggð
Eskifjörður, kaflar milli Strandgötu 78 og 98 (250 m –2.700 m3) 17,1 15,0 7/8
Norðfjörður, sjóvarnir framan við gamla frystihúsið (170 m – 2000 m3) 12,4 10,9 7/8
Fáskrúðsfjörður, sjóvarnir við fjöru utan smábátahafnar (270 m – 2.400 m3) 12,6 11,0 7/8
Stöðvarfjörður, sjóvarnir við fjöru og lóða utan frystihúss (115 m – 1.300 m3) 8,9 7,8 7/8
Mýrdalshreppur
Sjóvörn austan Víkurár (uppgjör frá 2017) 7/8
Árborg, sveitarfélag
Flóðvörn neðan við Baugsstaðarjómabúið (80 m – 1.600 m³) 7,6 6,7 7/8
Eyrarbakki, endurbygging sjóvarnar móts við
Eyrargötu 49 (80 m – 1.200 m³) 6,8 6,0 7/8
Ölfus, sveitarfélag
Herdísarvík (200 m – 4.000 m3) 33,7 29,5 7/8
Grindavíkurbær
Arfadalsvík syðst, við fjárhús Gerðistanga
(svæði á náttúruminjaskrá) (240 m –2.800 m3) 17,0 14,9 7/8
Arfadalsvík nyrst, við golfvöll (150 m – 1.300) 8,0 7,0 7/8
Sunnan Staðarbótar, ýta upp malarkambi í skörð í sjávarkambi 3,3 2,9 7/8
Selatangar, fornminjar í hættu (150 m – 2000 m3) 15,9 13,9 7/8
Móakot, framlenging af sjóvörn við Gerðistanga (250 m – 3.100 m3) 19,3 16,9 7/8
Ísólfsskáli, ýta upp malarkambi 3,4 3,0 7/8
Sandgerðisbær
Sjóvörn frá Skinnalóni að Nýlendu (300 m – 4500 m3) 28,6 25,0 7/8
Nesjar, norðan Nýlendu (200 m – 2.000m3) 12,8 11,2 7/8
Við sjávargötu (norðan við Jórukleif) (170 m – 1.700m3) 10,7 9,4 7/8
Milli Arnarhóls og Norður-Flankastaða (300 m – 3000 m3) 19,1 16,7 7/8
Sveitarfélagið Garður
Frá byggðasafni að Garðshöfn, styrking á köflum (180 m – 2100 m3) 15,6 13,7 7/8
Vogar
Breiðagerðisvík (250 m – 3.500m3) 25,2 22,1 7/8
Garðarbær (Álftanes)
Endurbygging sjóvarnar til móts við Blikastíg (80 m –800 m³) 7/8
Hliðsnes, sjóvörn á eiðinu út á Hliðsnes (160 m – 1.600 m3) 7/8
Lambhagi 14 (40 m – 300 m3) 7/8
Bessastaðanes, sjóvörn við Skansinn (190 m – 2.400 m3) 14,6 12,8 7/8

Endurbygging sjóvarnar til móts við Hákotsvör, hækka og
styrkja garð (75 m – 500 m³)

3,4

3,0

7/8
Helguvík sunnanverð að Hliði (100 m – 1.100 m3) 7,1 6,2 7/8
Seltjarnarnes
Við golfvöll, styrking og hækkun (110 m – 900 m3) 5,5 4,8 7/8
Við Ráðagerði, milli garða sem komnir eru (80 m – 1.000 m3) 6,3 5,5 7/8
Óskipt
Óskipt til sjóvarna 11,3 7,1 6,7 4,2 5,6 3,5 7,8 4,9 8 5,0 5/8
Óráðstafað 79,2 49,5 7/8
Sjóvarnir samtals 134,7 115,0 139,1 120,0 174,1 150,0 173,6 150,0 196,3 150,0

4. ALMENN SAMGÖNGUVERKEFNI
    Eftirtalin eru önnur verkefni sem unnið verður að í samræmi við settar áherslur 15 ára áætlunarinnar.

4.1 Markmið um greiðar samgöngur.
Verkefni til að ná þessu markmiði verði m.a.:
     1.      Lokið verði við skilgreiningu á grunnneti hjólreiðastíga innan helstu þéttbýliskjarna og á vinsælustu ferðamannaleiðum.
     2.      Mótuð verði heildstæð stefna í flugmálum og sett fram markmið um helstu þætti flugs með hagvöxt, flugtengingar og atvinnusköpun í forgrunni.
     3.      Lokið verði við mótun leiðsögustefnu og innleiðing hafin.
     4.      Metið verði hvaða þætti samgöngukerfisins þurfi sérstaklega að efla með tilliti til ferðaþjónustu og kannaðar leiðir til fjármögnunar.
     5.      Almenningssamgöngur verði skipulagðar sem heildstætt kerfi á landi, legi, og í lofti og gætt verði jafnræðis í stuðningi ríkisins við framkvæmdaaðila.
     6.      Aukin upplýsingagjöf til ferðamanna, s.s. með vegmerkingum, dreifiritum og á netinu.
     7.      Unnið verði að því að finna framtíðaraðstöðu fyrir æfinga- og kennsluflug.

4.2 Markmið um öryggi í samgöngum.
Verkefni til að ná þessu markmiði verði m.a.:
     1.      Samgöngustofa efli eftirlit með því að framkvæmdir og rekstur vega og hafna uppfylli kröfur, m.a. með tilliti til öryggisstjórnunar.
     2.      Unnið verði að því að samræma skráningu ólíkra aðila á umferðarslysum og hún gerð aðgengilegri.
     3.      Gerð verði úttekt á flutningsgetu samgöngukerfisins komi til rýminga vegna náttúruhamfara eða annarra ófyrirséðra atburða með áherslu á höfuðborgarsvæðið.
     4.      Meginverkefni áætlunar á tímabilinu um flugöryggi verði:
                  a.      Fest verði í sessi áhættumiðað eftirlitskerfi sem uppfyllir kröfur Alþjóða flugmálastofnunarinnar (ICAO) og Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA).
                  b.      Fylgst verði með og brugðist við nýjum öryggis áskorunum sem fylgja nýrri tækni, s.s. drónum.
                  c.      Fylgst verði með öryggi þeirrar starfsemi, s.s. loftfara og lendingarstaða, sem alþjóðlegar reglur ná ekki yfir og settar reglur eftir því sem nauðsyn krefur.
                  d.      Innleitt verði verklag og tilmæli Alþjóðaflugmálastofnunarinnar um viðbragðsáætlun stjórnvalda vegna aðstandenda og fórnarlamba flugslysa.
     5.      Meginverkefni áætlunar á tímabilinu um öryggi sjófarenda verði:
                  a.      Bætt verði skráning á alvarlegum atvikum og slysum á sjó í samevrópskan gagnagrunn (EMCIP) og atvik greind. Atvikagreiningar nýttar til að bæta fræðslu og forvarnir.
                  b.      Unnið verði að því að innleiða öryggisstjórnunarkerfi, ISM, í öll stærri fiskiskip og eigin skoðun minni skipa samhliða því að auka vitund sjómanna um öryggisatriði.
                  c.      Unnið verði að endurbótum á reglum um farþegaskip og mótað heildstætt regluverk sem nái yfir allar stærðir farþegaskipa
     6.      Meginverkefni umferðaröryggisáætlunar eru eftirfarandi:
                  a.      Reglulegar mælingar á ástandi umferðaröryggismála m.a. hraðakstri, akstri undir áhrifum ölvunar eða fíkniefna, bílbeltanotkun, farsímanotkun og ástandi hemla í þungum bifreiðum.
                  b.      Unnið verði að lagfæringum á stöðum þar sem mörg slys hafa orðið og umhverfi vega bætt til að draga úr hættu á alvarlegum slysum við útafakstur.
                  c.      Halda áfram fræðslu og áróðri.
                  d.      Vinna að stöðugum endurbótum á samgöngukerfi.
                  e.      Halda áfram virku sýnilegu eftirliti og með hraðamyndavélum.

4.3 Markmið um hagkvæmar samgöngur.
Verkefni til að ná þessu markmiði verði m.a.:
     1.      Unnið verði að því að þróa og festa í sessi faglegan grunn ákvarðanatöku um uppbyggingu samgöngukerfisins í dreifbýli og þéttbýli þar sem kostnaður og ábati mismunandi leiða að markmiðum samgönguyfirvalda verði borinn saman.
     2.      Greindir verði kostir þess að fela Isavia fjárhagslega ábyrgð á millilandaflugvöllum landsins.
     3.      Unnið verði að þróun eignastýringar í samgöngukerfinu, þ.e. gagnagrunnur um samgöngumannvirki þar sem eru skráðar upplýsingar um virði, ástand og viðhald þeirra.
     4.      Skoðaðar verði leiðir til fjármögnunar stærri framkvæmda, m.a. í samstarfi við einkaaðila, þ.m.t. verkefni þar sem ríkið leggi fram fé til að tryggja arðsemi. Í þessu tilliti verði innheimta veggjalda könnuð þar sem slíkt er mögulegt.
     5.      Á áætlunartímabilinu verði skoðað nýtt fyrirkomulag á gjaldtöku vegna notkunar á vegum sem verði miðað við ekna kílómetra. Samhliða verði hugað að mögulegum tímabundnum fjármögnunarleiðum, s.s. tímagjaldi.
     6.      Unnar verði greiningar á ferðavenjum með hliðsjón af álagstoppum í morgun- og síðdegisumferð á höfuðborgarsvæðinu og mögulegum úrbótum, s.s. hliðrun á opnunartíma og starfsemi stórra opinberra stofnana.
     7.      Komin verði í gagnið ný upplýsingakerfi fyrir skipaskráningar og skírteini sjófarenda, endurbætt loftfaraskrá og ökutækjaskrá þar sem sjálfsafgreiðsla notenda á „mínum síðum“ er útgangspunktur.
     8.      Á gildistíma áætlunarinnar verði metið hvort endurskoða eigi ábyrgð og umsjón á útgáfu ökuréttinda til samræmingar við þá verkaskiptingu sem er í flugi og siglingum.

4.4 Markmið um umhverfislega sjálfbærar samgöngur.
Verkefni til að ná þessu markmiði verði m.a.:
     1.      Unnið verði í samræmi við aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Þar eru skilgreind eftirtalin samgöngutengd verkefni:
                  a.      Ívilnanir fyrir loftslagsvæna bíla og eldsneyti.
                  b.      Kolefnisgjald: Hækkun.
                  c.      Stuðningur við innviði fyrir rafbíla og aðra vistvæna bíla.
                  d.      Byggingar- og skipulagsreglugerðir: Reglur taki mið af þörfum rafbíla fyrir aðgengi að rafmagni.
                  e.      Nýskráning dísel- og bensínbíla verði óheimil eftir 2030.
                  f.      Úrelding eldri bíla.
                  g.      Sérstakt átak til að nýta metan frá urðunarstöðum.
                  h.      Innviðir fyrir rafhjól og reiðhjól.
                  i.      Innlend eldsneytisframleiðsla úr plöntum og úrgangi.
                  j.      Efling almenningssamgangna og deilihagkerfis í samgöngum.
                  k.      Innleiðing vistvænna bíla á vegum ríkisins.
                  l.      Orkuskipti í ferjum.
                  m.      Aukin hlutdeild endurnýjanlegs eldsneytis í skipum.
                  n.      Rafvæðing hafna.
                  o.      Flugvélar: Landtenging.
                  p.      Svartolía: Dregið úr notkun.
    Samgönguyfirvöld vinna að verkefnum aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum og orkuskiptaáætlunar í samræmi við aðkomu þeirra að þeim verkefnum.
     2.      Bættar verði tengingar og flæði bifreiða milli umferðarljósa á álagstímum til þess að draga úr mengun á fjölförnum leiðum.
     3.      Almenn fræðsla um vistakstur verði aukin í þeim tilgangi að draga úr mengun og hávaða frá bílaumferð.
     4.      Setja upp, áhættugreina og viðhalda yfirliti yfir mikilvægustu hluta samgöngukerfisins, mannvirki og staði, sem ætla má að loftslagsbreytingar hafi áhrif á.

4.5 Markmið um jákvæða byggðaþróun.
Verkefni til að ná þessu markmið verði m.a.:
     1.      Vinnu- og skólasóknarsvæði verði skilgreind.
    Skoðaðir verðir kostir þess að niðurgreiða flugfargjöld íbúa á landsbyggðinni.

Greinargerð.

Efnisyfirlit.
1.      Samgöngustofa               bls. 33
  1.1      Tekjur og framlög          bls. 33
  1.2      Gjöld                    bls. 33
    1.2.1      Stjórnsýsla og rekstur          bls. 33
    1.2.2      Forvarnir og öryggisáætlanir          bls. 34
    1.2.3      Eftirlit með innlendum aðilum          bls. 36
    1.2.4      Eftirlit með erlendum aðilum          bls. 36
    1.2.5      Þjónusta og skrár í umsjón Samgöngustofu          bls. 36
    1.2.6      Rannsóknir, þróun og umhverfismál          bls. 36
2.      Flugvellir og flugleiðsöguþjónusta          bls. 37
  2.1      Tekjur og framlög          bls. 37
  2.2      Gjöld                    bls. 38
    2.2.1      Rekstur og þjónusta          bls. 38
    2.2.2      Stofnkostnaður og viðhald          bls. 38
3.      Vegagerðin                    bls. 39
  3.1      Tekjur og framlög          bls. 39
  3.2      Gjöld                    bls. 39
    3.2.1      Rekstur          bls. 39
3.2.1.1      Almennur rekstur          bls. 39
3.2.1.2      Þjónusta          bls. 39
3.2.1.3      Styrkir til almenningssamgangna          bls. 40
    3.2.2      Framkvæmdir á vegakerfinu          bls. 41
3.2.2.1      Viðhald          bls. 41
3.2.2.2      Nýframkvæmdir á vegum          bls. 42
    3.2.3      Framkvæmdir við vita og hafnir          bls. 58
3.2.3.1      Vitabyggingar          bls. 58
3.2.3.2      Sjóvarnargarðar          bls. 58
3.2.3.3      Landeyjahöfn          bls. 58
3.2.3.4      Ferjubryggjur          bls. 59
3.2.3.5      Hafna- og strandrannsóknir          bls. 59
    3.2.4      Hafnabótasjóður – styrktar framkvæmdir          bls. 60
Inngangur.
    Hér er lögð fram aðgerðaáætlun fyrir fyrsta fimm ára tímabil fimmtán ára samgönguáætlunar sem lögð er fram samtímis. Er það í fyrsta sinn sem samgönguáætlun er til fimm og fimmtán ára í samræmi við lög um samgönguáætlun eftir breytingu á þeim í júní 2018. Aðgerðaáætlunin byggist á fjármálaáætlun 2019 til 2023 sem Alþingi samþykkti á vorþingi 2018. Með fjármálaáætlun er skotið mun traustari stoðum en var í gömlu fjárreiðulögunum undir alla áætlanagerð um útgjöld og framkvæmdir í samgöngumálum sem er meginviðfangsefni samgönguáætlunarinnar sem hér birtist.
    Í kjölfar gildistöku laga um opinber fjármál hafa einnig orðið miklar breytingar á framlögum og framsetningu fjárlaga til samgöngumála, einkum á fjármögnun málaflokka en einnig á framsetningu í fjárlögum og í ríkisreikningi. Undir málefnasvið fjárlaga „11 Samgöngu- og fjarskiptamál“ í og málefnaflokkinn „samgöngur“ heyra öll framlög til samgöngumála, þ.m.t. til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, samgöngumála og póst- og fjarskiptamála. Framlög til Vegagerðarinnar, hafnarframkvæmda, Samgöngustofu, flugmála og slysarannsókna falla í undirflokk samgöngumála. Markaðar tekjur hafa verið afnumdar. Tekjustofnar sem áður runnu til stofnana samgöngumála, t.d. umferðaröryggisgjald, sérstakt bensíngjald, olíugjald, kílómetragjald og vitagjald, renna nú beint í ríkissjóð. Málaflokkur samgangna er því að langmestu leyti fjármagnaður með framlagi úr ríkissjóði á fjárlögum en Samgöngustofa er enn fjármögnuð að hálfu leyti með þjónustutekjum frá viðskiptavinum í samræmi við vilja Alþingis.

Tafla 14 – Árangursmælikvarðar markmiða og aðgerða. 1
Nr. Markmið HM #1 Mælikvarðar Staða 2017 Viðmið 2019 Viðmið 2023
1 Greiðar samgöngur 9.1, 11.2 Úttektarskor Alþjóðaflugmálast. (ICAO), eftirlit og stjórnsýsla 81,55% 85% 87%
Fækkun einbreiðra brúa á Hringvegi. 39 34 30
Bundið slitlag á tengivegi, með nægilegt burðarþol (km) 5647 km 5.777 km
Óbundið slitlag (km) á stofnvegum í grunnneti utan hálendis. 458 km 424 km 308 km
Þjónusta og lokanir á Hringvegi Hellisheiði; Dagar/klst., hlutfall 99,69%/4 7/24 99,5%2 7/24 99,5%
Mývatns- og Möðrudalsöræfi 98,63%/10 7/10 98%3 7/10 98%
2 Öruggar samgöngur 3.6, 11.2 Látnum og alvarlega slösuðum fækki að jafnaði um 5% á 100.000 íbúa á ári. 4,18/56,794 3,8/51,3 3,1/41,7
Flugslysum og alvarlegum flugatvikum á 100.000 flugstundir fækki um að jafnaði 5% á ári. 10,19 9,20 7,49
Skráðum atvikum á sjó hjá RNSA fækki að jafnaði um 5% á ári. 127,4 115 94
3 Hagkvæmar Samgöngur Samgöngukostnaður heimila % 14,5% 14% 12%
Aukin sjálfsafgreiðsla viðskiptavina Samgöngustofu við eyðublöð. 20% 60% 85%
4 Umhverfislega sjálfbærar samgöngur 9.1, 11.2 Fjöldi vistvænna bíla % hlutfall af fjölda 3,39% 6% 15%
Hlutfall almenningssamgangna í fjölda ferða innan höfuðborgarsvæðisins 4% 5% 8%
Fjöldi innstiga í ferðir með Strætó. 11.737.200 13.500.000 18.000.000
5 Jákvæð byggðaþróun 11.2 Bundið slitlag (km) byggðakjarnar íbúar >100 í samþættu kerfi. 28 km 28 km 0 km
Fjöldi farþega með innanlandsflugi. 398.415 430.500 500.000
1    Númer á heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
2    Vetrarþjónusta Vegagerðarinnar er skilgreind sem fjöldi vikudaga sem þjónusta er veitt og fjöldi klukkustunda innan sólarhrings. Þannig merkir 7/24 að vegur er þjónustaður alla daga, allan sólarhringinn.
3    Hlutfall yfir árið sem vegur var opinn og fjöldi daga sem vegur lokaðist alveg eða hluta úr degi t.d. Hellisheiði, lokaðist í 4 daga, samtals í 27 klst.
4    Staðan 2017 fyrir öryggismælikvarða í umferð, flugi og siglingum, er meðaltal áranna 2013–2017.

1. SAMGÖNGUSTOFA
1.1 Tekjur og framlög.
    Skatttekjur eða það sem áður var nefnt markaðir tekjustofnar Samgöngustofu samkvæmt fjárlögum eru umferðaröryggisgjald, leyfis- og eftirlitsgjöld af flutningum á landi, leyfisgjöld vegna leigubifreiða, útgáfa lofthæfisskírteina og skráningargjöld ökutækja.
    Áætlunin gerir ráð fyrir að skatttekjur innheimtar af Samgöngustofu verði 3.625 millj. kr. á tímabilinu miðað við óbreyttar forsendur. Þessir tekjustofnar renna í ríkissjóð.
    Rekstrartekjur myndast vegna vinnu við lögbundin verkefni sem stofnunin sinnir. Þær eru áætlaðar 6.266 millj. kr. á tímabilinu og samanstanda af árgjöldum starfsleyfishafa, þjónustutekjum vegna nýsmíða og breytinga á skipum, breytinga á áður útgefnum heimildum, endurgreiddum kostnaði við samnorrænan gagnagrunn yfir kröfur til ökutækja og tegundir bifreiða sem uppfylla þær (Nortype) og annarra sérstakra verkefna, svo sem gagnaúrvinnslu og útgáfu ýmissa skírteina.
    Gert er ráð fyrir að framlag ríkissjóðs til Samgöngustofu standi undir almennum lögbundnum verkefnum. Þessi málaflokkur fer vaxandi, t.d. vegna evrópskra krafna um samræmt regluverk í samgöngum og neytendavernd. Meðal lögbundinna verkefna eru skoðanir á erlendum skipum og loftförum, neytendamál, framkvæmd öryggisáætlana og forvarna (þ.m.t. fræðsla) og nýjar kröfur um samræmd upplýsingakerfi. Heildarframlag ríkissjóðs á tímabilinu er áætlað 6.854 millj. kr.
    Áætluð heildarútgjöld Samgöngustofu að teknu tilliti til samþykktrar fjármálaáætlunar 2019–2023 er 13.119,5 millj. kr.

1.2 Gjöld.
    Gjöld Samgöngustofu eru fyrst og fremst rekstrargjöld og að mestu leyti launakostnaður. Í tillögunni að þingsályktun er gerð grein fyrir hvernig kostnaðurinn skiptist niður á helstu lögbundnu verkefni stofnunarinnar en hér á eftir er þeim lýst nánar. Gerð er grein fyrir markmiðum og áherslum í fimmtán ára áætluninni en í fimm ára áætluninni koma fram almenn verkefni í samræmi við þær áherslur sem verður unnið að á tímabilinu innan ramma tilgreindra fjárheimilda.

1.2.1 Stjórnsýsla og rekstur.
    Samgöngustofa fer með stjórnsýslu samgöngumála: Flugmála, hafnamála, siglingamála, sjóvarna, umferðar- og vegamála. Ítarlegt regluverk gildir um allar samgöngur sem er alþjóðlegt að uppruna að mestu leyti.
    Starfsemi Samgöngustofu sætir eftirliti alþjóðlegra stofnana sem taka reglulega út stjórnsýslu stofnunarinnar á ýmsum sviðum sem lúta evrópskum öryggis- og verndarreglum.
    Markmið flug- og siglingaverndar er að fyrirbyggja hryðjuverk og aðrar ólögmætar aðgerðir gagnvart skipum, áhöfnum, farþegum, farmi og höfnum. Á sviði flug- og siglingaverndar verður áfram unnið að áætlunum Íslands og þeim fylgt eftir, svo og nýjum reglugerðum Evrópusambandsins.
    Lögð er áhersla á að flug- og siglingavernd standist kröfur EES-samningsins svo ekki komi til takmarkana á flugi eða siglingum héðan. Með aukinni hryðjuverkaógn í heiminum má reikna með aukinni áherslu á þennan málaflokk í innleiðingu reglna og umfangi eftirlits.

1.2.2. Forvarnir og öryggisáætlanir
    Öryggisáætlanir í samgöngumálum heyra undir Samgöngustofu. Markmið stofnunarinnar er að samræma verklag eins og hægt er á milli samgöngugreina.
    Allar áætlanirnar samanstanda af fjórum meginþáttum:
     1.      Stefnumörkun og markmiðum.
     2.      Öryggisstjórnun.
     3.      Skráningu og greiningu.
     4.      Fræðslu og upplýsingum.
    Séráætlun er þó enn fyrir hverja grein samgangna í öryggisáætlanadeild stofnunarinnar. Samstarf er við Rannsóknarnefnd samgönguslysa um öryggismál í flugi, siglingum og umferð á landi. Nefndin gerir jafnan tillögur í öryggisátt fyrir allar samgöngugreinar í kjölfar rannsókna á atvikum og slysum.
    Samgöngustofa heldur skrá yfir öll umferðarslys sem skráð eru af lögreglu og slys/óhöpp sem skráð eru hjá fyrirtækinu Aðstoð og öryggi. Flugrekendum og starfsleyfishöfum flugleiðsögu ásamt skírteinishöfum ber að tilkynna til stofnunarinnar skilgreind atvik í flugi eða flugleiðsögu. Jafnframt þurfa einkaflugmenn að skila tilkynningum til stofnunarinnar. Slysa- og atvikaskráning Samgöngustofu er afar mikilvæg fyrir forvarnir og gerir það kleift að fylgjast með þróun öryggis á vegum, í lofti og á legi. Með góðri greiningu slíkra gagna er mögulegt að finna áhættuþætti í umferðinni og bregðast við þeim með viðeigandi ráðstöfunum.
    Unnið er að uppbyggingu skráningar sjóslysa í evrópskan gagnagrunn (EMCIP) og haldið er utan um öryggisáætlun sjófarenda.
    Samgöngustofa stýrir fræðslu og miðlun upplýsinga um öryggismál samgangna og stuðlar að þátttöku og samstarfi allra aðila sem vilja vinna að framgangi þeirra. Reglulega er efnt til áróðursherferða sem ætlað er að draga úr áhættuhegðun eða miðla upplýsingum um áhættuþætti í samgöngum.

Flugöryggisáætlun.
    Mikilvægur þáttur í mótun flugöryggisáætlunar er úrvinnsla gagna um flugslys og flugatvik. Safnað er gögnum um flugslys og flugatvik sem eru skráð í samevrópskan gagnagrunn sem auðveldar aðildarríkjum Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) að safna og deila gögnum um flugatvik. Með greiningu flugatvika má ráðast í aðgerðir til að fækka flugatvikum sem leitt geta til alvarlegra flugatvika eða jafnvel flugslysa. Markmið flugöryggisáætlunarinnar er að Ísland verði í hópi þeirra fimm Evrópuríkja þar sem fæst flugslys verða miðað við flugtíma og fjölda flughreyfinga (lending og flugtak hverrar flugvélar). Einnig að áfram verði unnið að auknu öryggi og að flugslysum og alvarlegum flugatvikum fækki um 5% á ári.

Siglingaöryggisáætlun.
    Samgöngustofa og verkefnastjórn um öryggismál sjófarenda fara með framkvæmd öryggisáætlunar sjófarenda. Helstu verkefni áætlunarinnar eru öryggisstjórnun, skráning og greining, fræðsla, upplýsingar og rannsókna- og þróunarverkefni sem ætlað er að stuðla að þessum markmiðum.
    Stefnt er að fækkun alvarlegra slysa hjá sjómönnum um 5% á ári þegar miðað er við skráningar Landspítala og Slysaskrár Íslands. Áfram verði unnið að því að treysta og auka öryggi íslenskra skipa, áhafna og farþega þannig að enginn látist í sjóslysum eða hið minnsta verði fjöldi látinna í sjóslysum ekki fleiri en einn á ári að jafnaði á tímabilinu.
    Samgöngustofa vinnur að því að setja upp gagnagrunn fyrir sjóslys og hefja sambærilega skráningu og er á flugslysum og umferðarslysum. Þegar því er lokið er hægt að hefjast handa við þetta verkefni af fullum krafti.
    Í öryggisáætluninni eru nú lagðar megináherslur á öryggisstjórnun um borð í skipum. Tilgangur öryggisstjórnunarinnar er að tryggja sem best að öryggisþættir séu undir öruggri stjórn þeirra sem eiga allt sitt undir henni og að búnaður skips og hæfni skipverja sé ávallt eins góð og mögulegt er. Unnið er eftir aðgerðaáætlun fyrir hvert ár.

Umferðaröryggisáætlun.
    Árlegur samfélagslegur kostnaður af umferðarslysum er 40–60 milljarðar króna og er því til mikils að vinna að auka umferðaröryggi með öllum tiltækum ráðum. Framkvæmd umferðaröryggisáætlunarinnar er á forræði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis en ábyrgð verkefna liggur hjá ráðuneytinu ásamt Vegagerðinni, Samgöngustofu og Ríkislögreglustjóra. Eftirlit er í höndum lögreglu, rekstur hraðamyndavéla er í höndum Vegagerðarinnar og fræðsla og forvarnir eru í höndum Samgöngustofu. Á tímabilinu er unnið að því að Ísland verði í hópi þeirra fimm Evrópuþjóða sem búa við besta umferðaröryggið. Markmið er að fækka banaslysum og alvarlegum slysum um 5% á ári að jafnaði.
    Helstu aðgerðir Samgöngustofu til þess að ná þessu markmiði eru m.a.:
     *      Að breyta hegðun og viðhorfum fólks í umferðinni til betri vegar og koma með þeim hætti í veg fyrir slys.
     *      Að umferðarfræðsla verði í öllu skólakerfinu frá leikskóla upp í framhaldsskóla. Unnið verði að nýju námsefni og eldra námsefni verði uppfært.
     *      Vinna að fræðslu fyrir erlenda ferðamanna og erlenda ríkisborgara búsetta á Íslandi.
     *      Að standa fyrir herferðum til þess að vinna gegn veikleikum sem birtast við greiningu við slysatölfræði, s.s. ölvunarakstur, bílbeltanotkun og notkun snjalltækja.
     *      Fræðsla og kynningar fyrir almenning, t.d. um öryggisatriði eða nýjar reglur.
     *      Að vinna með sveitarfélögum við gerð öryggisáætlana.
    Framkvæmdir Vegagerðarinnar lúta umferðaröryggisstjórnun sem felur í sér að skoðaðar eru mismunandi útfærslur á nýjum vegum með umferðaröryggi í huga. Einnig að vegir í notkun eru stöðugt rýndir með hliðsjón af umferðaröryggi. Þannig má finna hættulega staði, svokallaða svarta bletti og ráða bót á þeim. Helstu aðgerðir Vegagerðarinnar til þess að ná markmiðum umferðaröryggisáætlunar eru m.a.:
     *      Finna og lagfæra hættulega staði í vegakerfinu þ.m.t. vegamót.
     *      Aðskilja akstursstefnu á umferðaþyngstu vegunum.
     *      Aðgerðir sem draga úr eða takmarka hraða ökutækja.
     *      Fjölga hvíldarsvæðum við þjóðvegi.
     *      Fjölga útskotum fyrir ferðamenn.
    Lögreglan skipuleggur umferðareftirlit í samráði við Vegagerðina og Umferðarstofu með sérstaka áherslu á hraðaeftirlit við hættulega staði í vegakerfinu.

1.2.3 Eftirlit með innlendum aðilum.
    Samgöngustofa hefur eftirlit með og framkvæmir úttektir á þeim sem hafa útgefin starfsleyfi frá stofnuninni. Eftirlitsskyldir starfsleyfishafar eru m.a. í flugstarfsemi þar sem fram fer eftirlit með flugvöllum, flugrekendum, viðhaldsstöðvum og flugskólum. Í flugleiðsögu fer fram eftirlit með starfsleyfishöfum flugleiðsöguþjónustu, þ.e. Isavia ohf. og Veðurstofu Íslands. Í siglingum er m.a. eftirlit með skipum með úttektum og skyndiskoðunum; nýsmíði- og breytingaskoðunum á bátum og skipum; eftirlit er með starfsemi A- og B-faggiltra skoðunarstofa skipa og búnaðar, viðurkenndra flokkunarfélaga sem og annarra starfsleyfishafa, svo sem í farþegaflutningum og hjá bátaleigum. Í umferðarmálum er eftirlit með skoðunarstöðvum, bílaumboðum, ökunámi og ökukennslu svo nokkuð sé nefnt. Eftirlit með leyfisskyldum aðilum, t.d. leigubílum og eftirlit með hvíldartíma ökumanna er hjá Samgöngustofu en umferðareftirlit og eftirlit með hleðslu, frágangi og merkingu farms er hjá ríkislögreglustjóra. Samgöngustofa hefur eftirlit með að fylgt sé kröfum um öryggi samgöngumannvirkja, öryggisstjórnun við rekstur þeirra og annast öryggisúttektir á þeim.

1.2.4 Eftirlit með erlendum aðilum.
    Samgöngustofa annast svokallað hafnarríkiseftirlit sem gengur út á að haft er eftirlit með að ástand, búnaður, rekstur og mönnun erlendra kaupskipa, sem koma í höfn hér á landi, séu í samræmi við alþjóðasamþykktir. Markmiðið er að draga úr siglingum skipa um heimshöfin sem uppfylla ekki kröfur alþjóðasamþykkta. Sambærilegt eftirlit fer fram á erlendum flugvélum sem hafa viðkomu á íslenskum flugvöllum, svonefndar SAFA skoðanir (Safety Assessment of Foreign Aircraft, SAFA). Strangar kröfur um þjálfun og þekkingu eru gerðar til eftirlitsmanna stofnunarinnar sem sinna þessum verkefnum.

1.2.5 Þjónusta og skrár í umsjón Samgöngustofu.
    Hjá Samgöngustofu eru haldnar lögbundnar skrár um farartæki á Íslandi, þ.e. ökutæki, skip og loftför. Þá fer umsýsla og skráning farartækja fram hjá Samgöngustofu.
    Skrárnar eiga það sameiginlegt að geyma margvíslegar upplýsingar m.a. skrásetningarskírteini farartækja, eignarhald og tæknilegar upplýsingar. Stöðugt er unnið að viðhaldi og endurnýjun skránna og ber þar einkum að nefna vinnu vegna nýs skipa- og lögskráningarkerfis. Áætlað er að taka nýtt kerfi í notkun á gildistíma áætlunarinnar. Þetta er viðamikið verkefni sem verður í áframhaldandi þróun næstu árin.
    Samgöngustofa miðlar töluverðum upplýsingum úr skránum svo sem til opinberra aðila, fjölmiðla, nemenda í verkefnavinnu og einkaaðila.
    Áhersla hefur verið lögð á þróun rafrænnar þjónustu og sjálfsafgreiðslu á vef stofnunarinnar til hagsbóta fyrir almenning og hagaðila sem sækja þjónustu og eru undir öryggiseftirliti Samgöngustofu. Rafræn þjónusta eykur aðgengi almennings og styður við hagkvæmnimarkmið samgönguáætlunar.

1.2.6. Rannsóknir, þróun og umhverfismál.
    Samgöngustofa framfylgir rannsókna- og þróunaráætlun í samræmi við markmið stofnunarinnar og samgönguáætlunar.
    Rannsóknir og greiningar tengjast öryggi farartækja, stjórnenda þeirra og farþega: Áhersla verður lögð á að vinna úr niðurstöðum rannsókna á samgönguslysum og kappkosta að lærdómur sem af þeim má draga skili sér inn í lög og reglugerðir um öryggi skipa og áhafna og í umferð á vegum og í lofti.
    Umhverfismál eru stækkandi málaflokkur hjá Samgöngustofu þar sem tæknileg þekking um farartæki í samgöngum er mjög sérhæfð og leita aðrar stofnanir gjarnan eftir ráðgjöf til sérfræðinga stofnunarinnar. Veittar eru upplýsingar um útbúnað og útblástur farartækja, t.d. vegna viðskiptakerfis Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS) í flugi. Væntanlegar eru svipaðar kröfur í siglingum. Kröfur hafa verið settar svo sem varðandi hávaða á flugvöllum og umgengni í höfnum.
    Samgöngustofa hefur einnig umsjón með gerð aðgerðaáætlunar í umhverfismálum í flugi sem er hluti af skuldbindingum stjórnvalda gagnvart Alþjóðaflugmálastofnuninni (ICAO). Aðgerðaáætlunin er unnin í samráði við aðrar stofnanir og með tilkomu nýs alþjóðlegs viðskiptakerfis um losunarheimildir í flugi (CORSIA) er fyrirsjáanlegt að vægi hennar aukist.
    Ýmsar áskoranir fylgja hnattrænni hlýnun af mannavöldum og auknar siglingar um norðurslóðir eru eitt þeirra verkefna sem búast má við að verði sífellt veigameira á gildistíma áætlunarinnar. Verkefnið um siglingaöryggi en mikilvægt er að gæta samhliða að umhverfissjónarmiðum.

2. FLUGVELLIR OG FLUGLEIÐSÖGUÞJÓNUSTA
    Isavia ohf. rekur flugvelli og flugleiðsögukerfi ríkisins samkvæmt lögum þar að lútandi. Flugvellirnir eru reknir í tveimur flugvallakerfum enda gilda um þau ólík regluverk.
    Í öðru flugvallakerfinu er eingöngu Keflavíkurflugvöllur en hann fellur undir regluverk EES sem gildir um stærsta flugvöll í hverju landi.
    Hitt flugvallakerfið, innanlandsflugvallakerfið, er veigamikill hluti af almenningssamgöngukerfi landsins og samanstendur af öðrum flugvöllum og lendingarstöðum. Grunnnet flugvalla tekur mið af flugvöllum með reglulegt áætlunarflug, bæði flugvöllum með áætlanaflug á markaðslegum forsendum og ríkisstyrktum áfangastöðum samkvæmt útboði, sem búa við skertar samgöngur. Enginn flugvallanna er sjálfbær og njóta því allir framlaga úr ríkissjóði. Þjónusta einstakra flugvalla er skilgreind í þjónustusamningi.
    Þjónustusamningurinn er í samræmi við þessa samgönguáætlun og í honum er kveðið á um hvaða þjónustu skuli veita á flugvöllunum.

2.1 Tekjur og framlög.
    Þjónustusamningur Isavia og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins felur í sér greiðslur á um tveimur þriðju hluta af rekstrarkostnaði við innanlandskerfi flugvalla. Aðrar tekjur, t.d. lendingargjöld, farþegagjöld og önnur notendagjöld sem renna til Isavia, þurfa að standa undir þeim kostnaði sem ríkið greiðir ekki.
    Framlög til framkvæmda og viðhalds á innanlandsflugvöllum eru greidd beint úr ríkissjóði samkvæmt fjárlögum.
    Keflavíkurflugvöllur er sjálfbær í rekstri. Þar eru innheimt þjónustugjöld sem standa undir rekstri flugvallarins og framkvæmdum. Framkvæmdir eru ákveðnar í samráði við notendur flugvallarins. Ríkið greiðir fyrir ríkisflug á flugvellinum og er það í samræmi við reglur Evrópusambandsins.
    Notendagjöld á Reykjavíkurflugvelli eru hliðstæð gjöldum á Keflavíkurflugvelli en gjöld á öðrum flugvöllum hafa verið mun lægri. Nauðsynlegt fjármagn til viðhalds og framkvæmda á flugvallarmannvirkjum og flugleiðsögubúnaði innanlandsflugvalla hefur verið metið um 700 millj. kr. á ári að núvirði en uppsöfnuð þörf vegna vanfjárfestingar undanfarin ár þýðir að hún nemur nú um 1.200 milljónum króna árlega næstu árin ef koma á innviðum innanlandskerfis í viðunandi horf á næstu fimm árum.
    Síðustu 10 ár hefur að meðaltali verið varið að núvirði um 365 milljónum króna til viðhalds og framkvæmda á flugvallarmannvirkjum og flugleiðsögubúnaði. Það er rétt rúmlega helmingur af því fjármagni sem talið er nauðsynlegt til að verja árlega til viðhalds á núverandi mannvirkjum. Fjármagni til viðhalds er og verður forgangsraðað til áætlunarflugvalla og þá sérstaklega til viðhalds flugbrauta.
    Til þess að alþjóðaflugvellir í grunnneti, Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvellir uppfylli samræmdar kröfur EES-samningsins í reglugerð nr. 464/2007 um flugvelli er nauðsynlegt að setja upp aðflugsljós á fimm flugbrautum á þessum flugvöllum. Tryggja þarf fjármagn fyrir framkvæmdina sem þarf að vera lokið í árslok 2021.
    Isavia rekur leiðarflugsþjónustu í úthafssvæði og innanlandssvæði. Alþjóðaflugþjónustan nær yfir þjónustu á úthafssvæðinu og er allur kostnaður vegna þjónustunnar greiddur af tekjum sem innheimtar eru af notendum samkvæmt svokölluðum „Joint Finance“ samningi.

2.2 Gjöld.
2.2.1. Rekstur og þjónusta.
    Áætlun þessi gerir ráð fyrir óbreyttri þjónustu á flugvöllum og lendingarstöðum í grunnneti út fyrri hluta áætlunartímabilsins. Hugsanlegt er að þjónustan skerðist á nokkrum flugvöllum, svo sem Bíldudalsflugvelli, vegna bágs ástands á flugbrautum.

2.2.2. Stofnkostnaður og viðhald.
    Fjárfestingar í innanlandsflugvallakerfinu miðast fyrst og fremst við að uppfylla staðalkröfur, svo sem um aðflugsljós, öryggissvæði, viðhald mannvirkja og í nokkrum tilvikum nýframkvæmdir. Markmið viðhaldsverkefna á vegum Isavia er einnig að mannvirki séu í fullnægjandi ástandi og haldi verðmæti sínu.
    Við gerð þessarar áætlunar er miðað við að forgangsraða á eftirfarandi hátt:
     *      Mestan forgang hefur viðhald flugbrauta.
     *      Brýnasti flugleiðsögu- og fjarskiptabúnaður.
     *      Aðflugs- og brautarljósabúnaður og tilheyrandi rafkerfi til að tryggja nákvæmni í aðflugi í slæmu skyggni auk innviða sem þegar liggja undir skemmdum.
    Í forgangi eru áætlunarflugvellir, næst þeir lendingarstaðir sem notaðir eru til sjúkraflugs en aftast í röðinni eru aðrir lendingarstaðir.
    Unnið er að innleiðingu svonefnds EGNOS-aðflugs (European Geostationary Navigation Overlay Service) fyrir flugvellina allt frá Norðurlandi eystra til Suðausturlands, eða frá Akureyri til Hafnar í Hornafirði. EGNOS er evrópskt flugleiðsögukerfi sem byggist á GPS staðsetningu og auðveldar aðflug umtalsvert án þess að það þurfi að koma fyrir sérstökum búnaði á flugvelli.
    Ratsjárbúnaður Akureyrarflugvallar er kominn til ára sinna og er vandlega fylgst með virkni hans. Áætlaður endurnýjunarkostnaður nemur allt að 1.000 millj. kr. og er hann ekki inni í samgönguáætlun.
    Áætlað viðhaldsfé á árunum 2019–2023 er ekki nægjanlegt fyrir alla flugvelli í innanlandskerfinu. Því er ljóst að viðhald flugvalla og lendingarstaða verður í lágmarki innan þessa fjárhagsramma. Unnið er að endurskoðun á rekstri flugvalla innanlands þar sem m.a. er fjallað um fjármögnun þeirra.

3. VEGAGERÐIN
    Vegagerðin er veghaldari þjóðvega samkvæmt vegalögum nr. 80/2007, með síðari breytingum, en að auki skilgreina mörg önnur lög starfsumhverfi hennar. Vegagerðin starfar einnig samkvæmt lögum um Vegagerðina nr. 120/2012. Veghaldari er sá aðili sem hefur veghald en það merkir forræði yfir vegum og vegsvæðum, þar með talin er vegagerð, þjónusta og viðhald vega. Þá eru ónefnd fjölmörg verkefni sem voru flutt frá Siglingastofnun til Vegagerðarinnar.
    Hlutverk Vegagerðarinnar hefur verið endurskilgreint á eftirfarandi hátt:
    Að þróa og annast samgöngukerfi á sjó og landi á sem hagkvæmastan hátt með þarfir samfélagsins að leiðarljósi. Með þessu er átt við að samgöngur séu tryggar allt árið með eins litlum tilkostnaði og eins miklum þægindum og hægt er fyrir vegfarendur. Sérstök áhersla er lögð á samgöngur innan þjónustusvæða og að leiðarvísun sé eins skilmerkileg og frekast er kostur. Við gerð vega og viðhald þeirra er lögð sérstök áhersla á að slys verði sem fæst. Reynt er að taka sem mest tillit til óska vegfarenda og að samspil vegar og umferðar við umhverfi og íbúa sé sem best. Sérstök áhersla er lögð á að vernda minjar og að finna leiðir til þess að draga úr mengun frá umferð.

3.1 Tekjur og framlög.
    Sem fyrr segir hafa markaðar tekjur verið afnumdar þannig að mestur hluti fjármagns til Vegagerðarinnar og allt fjármagn til hafnarframkvæmda kemur nú sem bein framlög úr ríkissjóði. Framlög þessi skiptast í rekstrarframlög og fjárfestingaframlög.
    Gert er ráð fyrir að árlegar rekstrartekjur Vegagerðarinnar verði 403 millj. kr. Tekjur almenns rekstrar eru áætlaðar 219,5 millj. kr. og eru aðallega tekjur siglingasviðs af vinnu fyrir hafnasjóði sveitarfélaganna og eru tekjur þjónustuliðar áætlaðar 184 millj. kr. og eru það aðallega tekjur rekstrardeildar, sem heyrir undir þjónustulið.

3.2 Gjöld.
3.2.1 Rekstur.
3.2.1.1 Almennur rekstur.
    Undir almennan rekstur heyra gjaldaliðirnir: Stjórn og undirbúningur verka, Vaktstöð siglinga, viðhald vita og leiðsögukerfa, rekstur Landeyjahafnar og rannsóknir. Hluti af þessum lið er fjármagnaður af sértekjum svo sem gjaldaliðirnir „Stjórn og undirbúningur“ og „Svæði og rekstrardeild“. Sértekjurnar eru sýndar í töflunni sem neikvæð gjöld.

3.2.1.2 Þjónusta.
    Þjónusta Vegagerðarinnar miðar að því að standa undir viðunandi rekstri vegakerfisins og tryggja greiða og örugga umferð. Þjónusta á vegakerfinu tekur til almennrar þjónustu og vetrarþjónustu. Undir þjónustuliðnum eru einnig rekstur svæða og rekstrardeild en þessir liðir standa undir sér og er gert ráð fyrir að rekstrardeild skili sértekjum.
    Þörf er fyrir aukna þjónustu vegna aukinnar umferðar, m.a. vegna ferðamanna, einkum að vetri til. Þar að auki hefur breikkun á nokkrum fjölförnustu vegum í kringum höfuðborgarsvæðið aukið umfang vetrarþjónustu. Í Áætluninni er gert ráð fyrir auknu fé í þjónustu á vegum.
    Á eftirfarandi mynd má sjá hvernig vetrarþjónusta hefur aukist á kostnað almennrar þjónustu undanfarin ár.

Tafla 15 – Vetrarþjónusta og almenn þjónusta 2005–2017 og áætluð fjárveiting 2018–2023. Verðlag fjárlaga 2019.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


3.2.1.3 Styrkir til almenningssamgangna.
    Vegagerðin sér um ríkisstyrki til almenningssamgangna. Rekstur á leiðum sem styrktar eru er boðinn út. Í kjölfar stefnumótunar í almenningssamgöngum má búast við hækkun framlaga í tengda liði.
    Þessi liður skiptist í eftirfarandi liði:
     Ferjur: Styrktar eru fimm ferjuleiðir: Vestmannaeyjaferja, Breiðafjarðarferja, Hríseyjarferja, Grímseyjarferja og Mjóafjarðarferja. Miðað er við að ný Vestmannaeyjaferja komi til landsins um næstkomandi áramót. Gert er ráð fyrir að Vestmannaeyjabær yfirtaki rekstur ferjunnar.
     Sérleyfi á landi: Gerðir hafa verið samningar við samtök sveitarfélaga á landsbyggðinni um ríkisstyrktan rekstur á almenningssamgöngum á landi. Unnið er að stefnumótun í almenningssamgöngum og miðað er við að samningar við landshlutasamtökin verði endurnýjaðir.
     Innanlandsflug: Innanlandsflug er styrkt til Bíldudals, Gjögurs, Grímseyjar, Þórshafnar, Vopnafjarðar og Hafnar í Hornafirði.
     Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu: Í gildi er samningur við Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu og rekstur almenningssamgangna og markvissar stuðningsaðgerðir í tilraunaverkefni til 10 ára. Jafnframt er kveðið á um frestun umfangsmikilla vegaframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu. Samningurinn gildir til ársins 2022. Starfandi er stýrihópur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og Vegagerðarinnar um bættar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal almenningssamgöngur. Lögð hafa verið fram drög að tillögum um einstök verkefni og eru viðræður að fara af stað á milli aðila um nánari útfærslu á verkefnum, aðkomu ríkisins og fjármögnun þeirra.

3.2.2 Framkvæmdir á vegakerfinu.
    Framkvæmdir á vegakerfinu skiptast annars vegar í viðhald og hins vegar í nýframkvæmdir. Eftirfarandi eru markmið um framkvæmdir í vegamálum:
     *      Byggja upp grunnnet stofnvega sem skilgreint er í samgönguáætlun með fullu burðarþoli og bundnu slitlagi.
     *      Endurbyggja/breikka einbreiða kafla með bundnu slitlagi þar sem bundið slitlag var lagt á gamla vegkafla án endurbóta og reynst hafa hættulegir svo og kafla þar sem vegferill er ónothæfur.
     *      Breikka vegi þar sem umferð er svo mikil að flutningsgeta og umferðaröryggi verða vandamál. Aðgreina akstursstefnur eftir atvikum.
     *      Fækka einbreiðum brúm á vegum með yfir 200 bíla meðalumferð á dag allt árið.
     *      Lagfæra vegi á hættulegum stöðum í samræmi við sérstaka áætlun.
     *      Byggja/endurbæta vegi og brýr á höfuðborgarsvæðinu í þeim mæli að umferðarástand versni ekki.

3.2.2.1 Viðhald.
    Viðhald þjóðvegakerfisins felur í sér að varðveita þau verðmæti sem liggja bundin í vegakerfinu ásamt því að uppfylla reglur um burðarþol og breidd vega.
    Umfang verkefnisins tekur til verkefna á 12.898 km löngu þjóðvegakerfi og felur í sér eftirtalda þætti:
          Viðhald vegganga.
          Viðhald á bundnu slitlagi.
          Viðhald malarvega.
          Styrkingar og endurbætur.
          Brýr og varnargarðar.
          Umferðaröryggi s.s. eyðing svartbletta, lagfæringar á vegamótum, lagfæringar á veghelgunarsvæðum, gerð hvíldarsvæða og útskota fyrir ferðamenn við vegi.
          Vatnsskemmdir á vegum og ýmislegt ófyrirséð.
          Viðhald girðinga.
          Frágangur gamalla efnisnáma.
          Minjar og saga.
    Þjóðvegakerfið er byggt upp á löngum tíma og misvel í stakk búið til að gegna hlutverki sínu. Stöðug aukning umferðar, aukinn umferðarhraði og ekki síst aukin umferð þungra ökutækja á þjóðvegum leiða af sér sífellt meiri þörf fyrir örugga og vel gerða vegi. Vegir sem lagðir voru fyrir 20–30 árum uppfylla ekki kröfur sem gerðar eru til burðarþols, breiddar og umferðaröryggis. Kröfur vegfarenda eru einnig sífellt að aukast og ætlast er til að umferð geti gengið greiðlega árið um kring.
    Kostnaður við viðhald vega á árunum 2005–2017 hefur numið 5.400–8.500 millj. kr. á ári miðað við verðlag í júlí 2018. Árið 2018 var rúmlega 8.000 millj. kr. af framkvæmdafé varið í viðhald. Ríkisstjórnin ákvað að auka enn í viðhaldið á árinu og samþykkti að verja allt að 4.000 millj. kr. til viðbótar úr varasjóði til þess að bregðast við brýnum viðhaldsverkefnum og uppsöfnuðum vanda. Áætlunin miðar við að auka framlag til viðhalds í 10.000 millj. kr. á ári frá árinu 2019.

Tafla 16 – Kostnaður við viðhald 2005–2017 og áætluð fjárveiting 2018–2023 . Verðlag fjárlaga 2019.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


3.2.2.2 Nýframkvæmdir á vegum.
    Útgjöldum er nú skipt á færri liði en áður. Það sem áður var stofn- og tengivegakerfi og annað eru nú einn liður: Nýframkvæmdir. Að öðru leyti er útgjöldum skipt eftir vegflokkum samkvæmt gildandi vegalögum. Lengd vega eftir vegflokkum samkvæmt vegalögum er eftirfarandi:

Tafla 17 – Lengd vega eftir vegflokkum og svæðum Vegagerðarinnar í km. Þjóðvegir 21. ágúst 2018.
Stofnvegir Stofnvegir
um hálendi
Tengivegir Héraðsvegir Landsvegir Samtals
Suðursvæði 1.014 299 936 705 591 3.546
Vestursvæði 1.341 40 912 737 213 3.243
Norðursvæði 1.166 164 1.093 857 681 3.961
Austursvæði 891 440 345 470 2.144
Alls 4.412 503 3.381 2.644 1.955 12.895

    Eftirfarandi er lýsing á helstu verkefnum í áætluninni. Svæðaskiptingin er samkvæmt starfssvæðum Vegagerðarinnar.

Suðursvæði.
Undirbúningur verka utan áætlunar.
    Lögð er til fjárveiting til hönnunar verka utan áætlunar sem framkvæma á síðar.

Hringvegur um Gatnabrún.
    Lagt er til að lagfæra Hringveginn um Gatnabrún í Mýrdal á árinu 2021 sem nú er bæði brattur og með kröppum beygjum. Er þessi staður ein helsta hindrunin á þessum kafla Hringvegarins.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Hringvegur, Jökulsá á Sólheimasandi.
    Byggð verður ný brú á Jökulsá á Sólheimasandi á árunum 2020–2021. Gamla brúin er löng einbreið brú.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Hringvegur, norðaustan Selfoss, brú á Ölfusá.
    
Lagt er til að haldið verði áfram undirbúningi nýs vegar norðaustan Selfoss með nýrri brú á Ölfusá. Gert er ráð fyrir að framkvæmdatími verði um fjögur ár.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Hringvegur, Biskupstungnabraut–Varmá.
    Lagt er til að haldið verði áfram með 2+1 veg með aðskildum akbrautum með vegriði og planvegamótum ásamt hliðarvegum á kafla milli Selfoss og Hveragerðis. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki árið 2022.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Hringvegur, Varmá–Kambar.
    Lagt er til að gerður verði 2+1 vegur með aðskildum akbrautum með vegriði og planvegamótum á milli Varmár og Kambaróta. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist árið 2021.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Skeiða- og Hrunamannavegur.
    Lagt er til að Skeiða- og Hrunamannavegur milli Einholtsvegar og Biskupstungnabrautar verði endurgerður og lagður bundnu slitlagi á árunum 2019–2020.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Eyrarbakkavegur.
    Gert verði hringtorg á Eyrarbakkavegi við Skógarhóla á Selfossi ásamt undirgöngum á árinu 2020.

Skaftártunguvegur um Eldvatn.
    Fjárveitingin er ætluð til að ljúka framkvæmdum árið 2019.

Reykjavegur.
    Fjárveitingin er ætluð til að ljúka framkvæmdum árið 2020.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Suðursvæði II – Reykjavík og Suðvestursvæði.
Undirbúningur verka utan áætlunar.
    Lögð er til fjárveiting til hönnunar verka utan áætlunar sem koma til framkvæmda síðar.

Hringvegur, Bæjarháls–Vesturlandsvegur.
    Gert er ráð fyrir að tvöfalda um 1,6 km kafla Hringvegarins á árinu 2019.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Hringvegur, Skarhólabraut–Hafravatnsvegur.
    Lagt er til að Hringvegur verði breikkaður í fjórar akreinar með aðskildum akbrautum með vegriði og planvegamótum á kaflanum milli Skarhólabrautar og Hafravatnsvegar í þéttbýli Mosfellsbæjar á árinu 2019.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Hringvegur um Kjalarnes.
    Lagt er til að hafnar verði framkvæmdir við gerð 2+1 vegar á Kjalarnesi árið 2019.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Hringvegur, tvöföldun Hvalfjarðarganga.
    Unnið verði að undirbúningi á tvöföldun Hvalfjarðarganga og miðað við að ráðist verði í það verk í lok tímabilsins í samstarfi við einkaaðila.

Þingvallavegur í Mosfellsdal.
    Lagt er til að gerð verði tvö hringtorg og undirgöng á Þingvallavegi í Mosfellsdal árið 2021.

Reykjanesbraut, gatnamót við Bústaðaveg.
    Lagt er til að gerð verði mislæg gatnamót við Bústaðaveg.

Reykjanesbraut, undirgöng í Kópavogi.
    Gert er ráð fyrir greiðslu skuldar við Kópavogsbæ á árinu 2019 vegna undirganga við Lindir.

Reykjanesbraut, Kaldárselsvegur–Krýsuvíkurvegur.
    Gert er ráð fyrir að tvöfalda Reykjanesbraut milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar á árunum 2019–2020.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Reykjanesbraut, Krýsuvíkurvegur–Hvassahraun.
    Gert er ráð fyrir aðskilnaði akstursstefna með vegriði á hluta þessa kafla á Reykjanesbraut.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Grindavíkurvegur, Reykjanesbraut–Bláalónsvegur.
    Fjárveitingin er ætluð til að ljúka þeim framkvæmdum sem hófust árið 2018 við aðskilnað akstursstefna á Grindavíkurvegi.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Sundabraut.
    Ekki er fjárveiting til þessa verkefnis en verið er að skoða kosti þess að gerð og rekstur Sundabrautar verði samstarfsverkefni ríkis og einkaaðila. Umtalsvert fé þarf til að viðhalda og byggja upp samgöngukerfi landsins á næstu árum og því rétt að huga að aðkomu einkaaðila í samstarfi við opinbera aðila að stærri framkvæmdum. Markmiðið er að styrkja innviði og er í því sambandi litið til góðrar reynslu margra nágrannaþjóða af slíku samstarfi fjárfesta, rekstraraðila og ríkisvalds.

Bætt umferðarflæði og almenningssamgöngur.
    Fjárveitingu er ætlað að greiða kostnað við ýmis smærri verk sem ætlað er að eyða flöskuhálsum á einstaka stöðum og bæta þar með umferðarflæði, efla umferðaröryggi og bæta almenningssamgöngur með gerð sérreina fyrir strætisvagna og öðrum aðgerðum í þágu strætisvagna, svo sem við gatnamót. Aðgerðum er forgangsraðað og þær undirbúnar í samvinnu Vegagerðarinnar og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og á suðvesturhorni landsins.

Umferðarstýring á höfuðborgarsvæðinu.
    Fjárveiting er ætluð til uppsetningar og viðhalds tölvustýrðra umferðarljósa til að bæta umferðarflæði á höfuðborgarsvæðinu.

Öryggisaðgerðir.
    Fjárveiting er einkum ætluð til uppsetningar vegriða til að aðskilja akstursstefnur á 2+2 vegum á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorni landsins.

Göngubrýr og undirgöng.
    Fjárveitingu er ætlað að auka öryggi fótgangandi og hjólreiðafólks við umferðarmiklar stofnbrautir á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu.

Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu.
    Í sáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að stutt verði við almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Samstarfshópur ríkis og SSH mun gera tillögu um aðkomu ríkisins að verkefninu. Komnar eru fram grófar tillögur að verkefnum og eru viðræður að fara af stað á milli aðila um nánari útfærslu verkefnanna, aðkomu ríkisins og fjármögnun þeirra.

Vestursvæði.
Undirbúningur verka utan áætlunar.
    Lögð er til fjárveiting til hönnunar verka utan áætlunar sem koma til framkvæmda síðar.

Hringvegur um Heiðarsporð (Biskupsbeygja).
    Lagt er til að vegurinn um Heiðarsporð verði lagfærður á árinu 2021 en þar er hann bæði brattur og með kröppum beygjum.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Snæfellsnesvegur um Fróðárheiði.
    Fjárveitingin er ætluð til að ljúka framkvæmdum á Snæfellsnesvegi um Fróðárheiði.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Vestfjarðavegur um Gufudalssveit.
    Fjárveiting er ætluð til framkvæmda við veginn milli Bjarkalundar og Skálaness við norðanverðan Breiðafjörð.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Vestfjarðavegur um Dynjandisheiði.
    Lagt er til að framkvæmdir við endurgerð Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði, sem er um 35 km langur kafli, hefjist árið 2020.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Vestfjarðavegur–Dýrafjarðargöng.
    Lokið verði við jarðgöng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar á árinu 2020 en verkið hófst árið 2017. Jarðgöngin munu stytta Vestfjarðaveg um 27 km.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Djúpvegur, Hestfjörður–Seyðisfjörður.
    Fjárveitingin er ætluð til lagfæringa á Djúpvegi yst í Hestfirði vestanverðum og Seyðisfirði en vegurinn á þessum kafla er bæði mjór og með blindhæðum. Áætlað er að framkvæmdir hefjist árið 2018 og að þeim ljúki ári síðar.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Djúpvegur um Hattardalsá í Álftafirði.
    Fjárveitingin er ætluð til endurbyggingar á einbreiðri brú á Hattardalsá og færslu vegarins.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Örlygshafnarvegur um Hvallátur.
    Lagt er til að endurgerð Örlygshafnarvegar um Hvallátur verði á árinu 2021.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Strandavegur um Veiðileysuháls.
    Lagt er til að endurgerð vegar yfir Veiðileysuháls hefjist árið 2022.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Strandavegur um Litlu Kleif í Norðurfirði.
    Lagt er til að farið verði í endurbætur á stuttum kafla á Strandavegi um Litlu Kleif.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Norðursvæði.
Undirbúningur verka utan áætlunar.
    Lögð er til fjárveiting til hönnunar verka utan áætlunar sem koma til framkvæmda síðar.

Jökulsá á Fjöllum.
    Fjárveitingin er ætluð til að undirbúa framkvæmdir við nýja brú á Jökulsá á Fjöllum.

Skagastrandarvegur, Hringvegur–Laxá.
    Fjárveitingin er ætluð til að endurgera veginn milli Hringvegar og Laxár og Þverárfjallsvegar í Refasveit.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Norðausturvegur um Brekknaheiði.
    Lagt er til að byrjað verði að endurgera veginn um Brekknaheiði á árinu 2023.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Hörgárdalsvegur.
    Lagt er til að Hörgárdalsvegur milli Skriðu og Brakanda verði endurgerður og lagður bundnu slitlagi á árinu 2021.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Bárðardalsvegur vestri.
    Lagt er til að Bárðardalsvegur vestri milli Hringvegar og Hlíðarenda verði endurgerður og lagður bundnu slitlagi á árinu 2021.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Dettifossvegur, Súlnalækur–Ásheiði.
    Fjárveiting er ætluð til að klára nýjan Dettifossveg milli Súlnalækjar og Ásheiðar á árunum 2019–2021.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Austursvæði.
Undirbúningur verka utan áætlunar.
    Lögð er til fjárveiting til hönnunar verka utan áætlunar til framkvæmda síðar.

Hringvegur um Berufjarðarbotn.
    Fjárveitingin er ætluð til að ljúka við nýjan kafla Hringvegar um Berufjarðarbotn á árinu 2019.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Hringvegur um Hornafjörð.
    Gert er ráð fyrir að halda áfram framkvæmdum á Hringveginum um Hornafjörð en verklok ráðast af fjárveitingum.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Hringvegur um Steinavötn.
    Fjárveitingin er ætluð til endurbyggingar einbreiðrar brúar á Steinavötnum en einbreið bráðabirgðabrú var byggð haustið 2017 í stað brúar sem skemmdist í vatnavöxtum.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Borgarfjarðarvegur, Eiðar–Laufás.
    Lagt er til að farið verði í endurbætur á Borgarfjarðarvegi milli Eiða og Laufáss á árunum 2022 til 2023 en þar er nú malarvegur.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Borgarfjarðarvegur um Vatnsskarð.
    Lagt er til að farið verði í endurbætur á Borgarfjarðarvegi um Vatnsskarð á árinu 2019.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Borgarfjarðarvegur um Njarðvíkurskriður.
    Lagt er til að endurbótum á Borgarfjarðarvegi um Njarðvíkurskriður verði haldið áfram á árinu 2019. Fjárveitingin er ætluð til að ljúka þeim framkvæmdum sem hófust árið 2018.

Sameiginlegt og óskipt.
Tengivegir, bundið slitlag.
    Fjárveiting er ætluð til styrkingar og lagningar bundins slitlags á umferðarlitla tengivegi. Fyrir liggja verklagsreglur um hvernig staðið verður að því að leggja bundið slitlag á þessa vegi. Þeir eru oftast með takmarkað burðarþol, lega þeirra í hæð og plani er ekki fullnægjandi og svo mætti áfram telja. Þar sem víkja þarf frá veghönnunarreglum, eins og í beygjum og blindhæðum, verður gripið til viðeigandi mótvægisaðgerða. Beygjur verða merktar með leiðbeinandi hraða og með stefnuörvum. Blindhæðir verða málaðar með heildreginni línu og merktar með viðeigandi umferðarmerki og leiðbeinandi hraða og þeim jafnvel skipt í einstaka tilvikum. Til greina kemur að lækka leyfilegan hámarkshraða ef hönnunarhraði á öllum veginum er almennt lágur eða ef um stuttan veg er að ræða. Reynt verður að fylgja veghönnunarreglum vegna öryggissvæða utan vega eftir megni. Með þessum aðgerðum telur Vegagerðin að flýta megi lagningu bundins slitlags á umferðarlitla tengivegi án þess að gengið verði á öryggi þeirra og telur Vegagerðin að aðgerðirnar auki jafnframt öryggi. Með fjárveitingu þeirri sem lögð er til á tímabilinu má að öllum líkindum leggja bundið slitlag á um 130 km vega. Lagt er til að skipting fjárins fari eftir lengd tengivega á hverju svæði Vegagerðarinnar án bundins slitlags og umferð eins og verið hefur. Heimilt er einnig að nota fjárveitingu þessa til framkvæmda á héraðsvegum með hlutverk tengivega og eftir atvikum einnig á umferðarlitlum stofnvegum.

Einbreiðar brýr.
    Fjárveiting er ætluð til að breikka eða skipta út einbreiðum brúm. Á þjóðvegum eru 686 einbreiðar brýr og þar af eru 39 einbreiðar brýr á Hringveginum. Miðað er við að þeim fækki um níu á tímabilinu.

Hjólreiða- og göngustígar.
    Fjárveiting tekur mið af því að hjólreiðar sem samgöngugreinar. Reiknað er með að viðkomandi sveitarfélög taki þátt í kostnaði að undangengnum samningum þar um. Miðað er við að þátttaka Vegagerðarinnar verði allt að helmingur kostnaðar nema á langleiðum utan höfuðborgarsvæðisins þar sem kostnaðarþátttaka getur orðið meiri. Með stígagerð er stefnt að því að umferð hjólandi ökumanna verði ekki leyfð á vegum.

Samgöngurannsóknir.
    Rannsóknasjóður Vegagerðarinnar styrkir rannsóknir á sviði vegtækni og samgangna. Miðað er við að rannsóknasjóðurinn styrki verkefni í samræmi við áherslur samgönguáætlunar.

Héraðsvegir.
    Samkvæmt vegalögum, nr. 80/2007, svara héraðsvegir að mestu til safnvega áður. Lengd héraðsvega er um 2.644 km. Með breytingu á vegalögum í ársbyrjun 2015 styttust héraðsvegir um 346 km og lengdust tengivegir sem því nemur.

Landsvegir utan stofnvegakerfis.
    Landsvegir eru vegir yfir fjöll og heiðar og aflagðir byggðavegir á eyðilendum. Lengd þeirra er um 1.955 km. Á landsvegum skal einungis gera ráð fyrir árstímabundinni umferð og minna eftirliti og minni þjónustu en á öðrum vegum.

Styrkir til samgönguleiða/styrkvegir.
    Heimilt er að styrkja tilteknar samgönguleiðir sem ekki falla undir skilgreiningar þjóðvega. Auglýst er eftir umsóknum árlega.

Reiðvegir.
    Lagt er til að árleg fjárveiting til reiðvega verði hækkuð í 75 millj. kr. á ári út tímabilið.

Smábrýr.
    Lagt er til að fjárveiting til smábrúa verði 50 millj. kr. á ári.

Girðingar.
    Lagt er til að árleg fjárveiting til viðhalds girðinga verði 60 millj. kr. á tímabilinu.

Sameiginlegur jarðgangakostnaður.
    Fjárveiting er ætluð til greiðslu sameiginlegs kostnaðar við undirbúning framkvæmda við jarðgöng.

3.2.3 Framkvæmdir við vita og hafnir.
3.2.3.1 Vitabyggingar.
    Undir þennan lið fellur nauðsynleg endurnýjun á búnaði vita og dufla. Miðað er við að nýir vitar eða dufl verði ekki tekin í notkun heldur aðeins endurbygging eldri vita eða endurnýjun dufla. Að auki falla öldudufl undir þennan lið en gera má ráð fyrir að þeim fjölgi á tímabilinu. Innan skamms má búast við að þörf verði á endurnýjun nokkurra vita.

3.2.3.2 Sjóvarnargarðar.
    Gert er ráð fyrir áframhaldandi vinnu að sjóvörnum á áætlunartímabilinu. Unnið er í samvinnu við sveitarfélög/landeigendur sem greiða a.m.k. 1/8 hluta kostnaðar. Við útdeilingu fjármagns er notað forgangsröðunarlíkan sem tekur tillit til sjávarrofs og verðmæta lands sem hverfur. Gert er ráð fyrir að framkvæmdaþörf í sjóvörnum aukist vegna hækkandi sjávarstöðu sem orsakast af hnattrænni hlýnun og jarðskorpuhreyfingum. Þá er töluvert um að sjóvarnir séu orðnar gamlar og þörf sé á endurbyggingu og styrkingu. Í töflu 9 í þingsályktunartillögunni er að finna ítarlega sundurliðun á fyrirhuguðum sjóvarnarframkvæmdum.

3.2.3.3 Landeyjahöfn.
    Á áætlunartímabilinu er gert ráð fyrir framkvæmdum við að endurbæta Landeyjahöfn. Framlögunum er ætlað að standa undir kostnaði við rannsóknir, öryggismál og framkvæmdir sem eiga að auðvelda að halda nægu dýpi í höfninni. Einnig er gert ráð fyrir viðhaldsdýpkun árlega auk landgræðslu. Í lok tímabilsins er gert ráð fyrir að malbika bílastæði og endurbyggja flóðvarnargarða. Miðað er við að viðhaldsdýpkun verði mest með dýpkunarskipum en yfir háveturinn verður hafnarmynnið dýpkað frá landi. Helstu framkvæmdir eru að gera steypta akbraut út á ytri garðhausa, byggja tunnu á endum til að þrengja hafnarmynnið og stækka athafnarými ferjunnar í innri höfn. Gert er ráð fyrir að fjárveitingar lækki á seinni hluta tímabilsins vegna minni dælingar með komu grunnristari ferju sem kemur í lok árs 2018.
    Gert er ráð fyrir áframhaldandi rannsóknum á að endurbæta Landeyjahöfn sem felst í að draga úr sandburði og ölduhæð.

Botndælubúnaður í Landeyjahöfn.
    Gert er ráð fyrir að komið verði upp dælu og lögnum við hafnarmynnið til að dýpka yfir veturinn.

3.2.3.4 Ferjubryggjur.
    Undir ferjubryggjur falla framlög til viðhalds og endurbyggingar hafnarmannvirkja utan skilgreindra hafnarsvæða þar sem ríkið styrkir ferjusiglingar, t.d. á Breiðafirði, í Mjóafirði og við Ísafjarðardjúp. Á tímabilinu er gert ráð fyrir að endurbyggja ferjuaðstöðuna í Mjóafirði og rífa ferjubryggjur við Ísafjarðardjúp sem eru aflagðar.

3.2.3.5 Hafna- og strandrannsóknir.
    Til hafnarannsókna falla frumrannsóknir, gerð grunnkorta af hafnarsvæðum, dýptarmælingar, jarðvegsathuganir, straumfræðirannsóknir, undirstöðurannsóknir á sjólagi og strandbreytingum, öldulíkön fyrir hafnir, líkantilraunir og hagkvæmniathuganir.
    Hornafjörður: Kannaðir verða möguleikar á að auka dýpi til siglinga yfir Grynnslin utan við Hornafjarðarós. Unnið verður samkvæmt rannsóknaáætlun en áætlaður heildarkostnaður er um 50 millj. kr. Þessar rannsóknir eru afar mikilvægar fyrir Hornafjarðarhöfn til að unnt sé að skera úr um það hvort hún geti þróast í takt við stærri og djúpristari fiskiskipaflota og flutningaskip.

Strandrannsóknir.
    Til strandrannsókna teljast m.a. öflun ýmissa grunnupplýsinga, mælingar og rannsóknir sem stuðla að öryggi sjófarenda og íbúa á strandsvæðum og grunnrannsóknir sem nýtast við hönnun hafnarmannvirkja, sjóvarnargarða og annarra mannvirkja við strendur landsins.
    Helstu verkefnaflokkar eru:
     *      Öldufars- og sandburðarrannsóknir. Helstu verkefni eru öldufars- og efnisburðarrannsóknir, sandflutningar við Þorlákshöfn og Landeyjahöfn, landbrot við Vík í Mýrdal og við Jökulsá á Breiðamerkursandi, rannsóknir til að tryggja aukið dýpi fyrir stærri fiskiskip í innsiglingunni til Hafnar í Hornafirði, sandburður og uppbygging lands í Sauðárkrókshöfn og sandflutningur í skjóli við brimvarnargarðinn á Rifi.
     *      Umhverfisrannsóknir. Þessar rannsóknir beinast að áframhaldandi þróun upplýsingakerfis um veður og sjólag. Stefnt er að uppsetningu kerfis sjávarborðsmæla til að fylgjast með afstöðubreytingum lands og sjávar sem bæði geta stafað af jarðskorpuhreyfingum og hnattrænni hlýnun. Fylgjast þarf með langtímabreytingum, m.a. til að meta flóðahættu við ströndina. Rauntíma ölduspárlíkan fyrir landgrunnið verður útvíkkað og endurbætt með það að markmiði að bæta upplýsingagjöf til sjófarenda nærri ströndinni. Bætt verði inn ölduspá við hafnir. Reklíkan sem tekur á reki skipa, björgunarbáta, hafíss og mengandi efna verður virkjað og endurbætt.

3.2.4 Hafnabótasjóður – styrktar framkvæmdir.
    Stjórnvöldum er heimilt að styrkja framkvæmdir í höfnum samkvæmt hafnalögum. Hlutur ríkisins er frá 60% til 90% og ræðst af tekjum hafna og viðkomandi framkvæmdum, sjá 24. gr. hafnalaga, nr. 61/2003.
    Í hafnalögum er það skilyrði sett fyrir úthlutun styrkja úr ríkissjóði að viðkomandi höfn hafi skilað rekstrarafgangi að teknu tilliti til vaxta eða hafi nýtt kosti sína til tekjuöflunar með eðlilegum hætti.
    Samkvæmt 1. mgr. 24. gr. hafnalaga skal framlag ríkissjóðs ekki raska ótilhlýðilega samkeppni milli hafna samkvæmt ákvæðum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Eftirtaldar hafnir fá ekki ríkisstyrk vegna þessa ákvæðis: Faxaflóahafnir, Kópavogshöfn, Hafnarfjarðarhöfn og hafnir í Fjarðabyggð.
    Við undirbúning samgönguáætlunar sóttu hafnir um framkvæmdir fyrir um 36 milljarða króna á tímabili áætlunarinnar og þar af gæti framlag ríkissjóðs numið allt að 18 milljörðum króna. Framlag ríkissjóðs til nýrra hafnarframkvæmda, þ.e. að frádregnum hafnarframkvæmdum á eldri áætlun, er aðeins um fimm milljarðar kr. og því er nauðsynlegt að forgangsraða hafnarframkvæmdum í samgönguáætlun. Við forgangsröðun var eftirfarandi haft að leiðarljósi:
     *      Framkvæmdir sem voru hafnar fóru inn á nýja áætlun.
     *      Framkvæmdir sem voru í eldri samgönguáætlun en voru ekki hafnar fóru endurskoðaðar í nýja áætlun.
     *      Að viðkomandi framkvæmd taki mið af mikilvægi fyrir samgöngukerfi landsins og almannahagsmuni á viðkomandi stað (hafnalög gr. 23).
     *      Að viðkomandi framkvæmd sé hagkvæm og ekki ætluð til afnota fyrir einstaka aðila í flutningastarfsemi (gr. 23.).
     *      Að viðkomandi framkvæmd raski ekki samkeppnisstöðu skv. ákvæðum Evrópska efnahagssvæðisins (gr. 23).
     *      Höfnin skili rekstrarafgangi að teknu tilliti til vaxta eða hafi nýtt kosti sína til tekjuöflunar með eðlilegum hætti (gr. 24).
     *      Að framkvæmdin tryggi viðhald hafnarinnar og öryggi sjófarenda.
     *      Viðhaldsdýpkanir og endurbygging hafnarmannvirkja.

Rannsóknir til að bæta hafnaraðstöðu.
    Úr hafnabótasjóði er fjárveiting ætluð til að bæta hafnaraðstöðu í einstökum höfnum. Óskað hefur verið eftir rannsóknum til að bæta hafnaraðstöðu á eftirtöldum stöðum:
     *      Arnarstapi, athugun á að auka athafnarými, viðlegu og kyrrð innan hafnar.
     *      Ólafsvík, athugun á lengingu Norðurgarðs til að auka kyrrð innan hafnar. Einnig lengd og form garðs.
     *      Vesturbyggð, athugun á aðstöðu fyrir flutningaskip á Patreksfirði.
     *      Bolungarvík, athugun á áhrifum endurbóta innan hafnar á kyrrð og hvort unnt sé að draga úr sandburði, athugun á ástandi Grundargarðs og mat á þörf til endurbyggingar.
     *      Ísafjörður, athuganir á aðkomu og aðstöðu stórra skemmtiferðaskipa.
     *      Sauðárkrókur, undirbúningsrannsóknir vegna nýrrar ytri hafnar, sandburðarreikningar og öldulíkön.
     *      Húsavík, athugun á kyrrð við Bökubakka með reiknilíkani fyrir öldur innan hafnar, athugun á möguleikum til að hefta sandburð.
     *      Þórshöfn, athugun á stækkunarmöguleikum.
     *      Fjarðabyggð, athugun á hafnaraðstöðu fyrir botni Eskifjarðar.
     *      Djúpivogur, athugun á hafnaraðstöðu fyrir fiskeldi.
     *      Vestmannaeyjar, gera samanburð á hafnarkostum fyrir stór flutningaskip.
     *      Þorlákshöfn, sandburðarrannsóknir í tengslum við nýja innsiglingarlínu, endurskoðun á tillögum að stórskipahöfn.
     *      Grindavík, setja upp reiknilíkan af höfninni til að kanna áhrif ýmissa breytinga á kyrrð innan hafnar.
     *      Reykjaneshöfn, athugun á uppbyggingu fiskihafnar og aðstöðu fyrir slipp í Njarðvíkurhöfn.

Helstu hafnarframkvæmdir.
    Á fyrri hluta tímabilsins er gert ráð fyrir að ljúka þeim verkum sem þegar eru hafin og byrja aðeins á verkefnum sem voru á eldri áætlun. Gera má ráð fyrir að við endurskoðun áætlunar verði gerðar breytingar á síðara tímabilinu. Í töflu 8 í þingsályktunartillögunni er að finna ítarlega lýsingu á fyrirhuguðum ríkisstyrktum hafnarframkvæmdum.

1    Unnið er að frekari þróun á mælikvörðum sem síðar verða birtir á vef samgönguáætlunar.