Ferill 216. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 396  —  216. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Í hvaða tilvikum í kosningum til Alþingis, forsetakosningum og sveitarstjórnarkosningum frá 2009 hafa kjósendur þurft að fara út fyrir sveitarfélag sitt á kjörstað til að greiða atkvæði utan kjörfundar, sbr. 1. mgr. 58. gr. laga nr. 24/2000? Hve langt þurftu kjósendur að fara í framangreindum tilvikum til að greiða atkvæði utan kjörfundar? Óskað er eftir upplýsingum um vegalengdir í kílómetrum.

    Um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar til Alþingis, til sveitarstjórna og til forseta Íslands fer samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis nr. 24/2000, sbr. 43. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998, og 6. gr. laga um framboð og kjör forseta Íslands, nr. 36/1945.
    Samkvæmt 1. mgr. 58. gr. laga um kosningar til Alþingis fer atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fram hér á landi hjá:
     a.      sýslumönnum, í aðalskrifstofu sýslumanns eða útibúi; sýslumaður getur ákveðið að atkvæðagreiðsla á aðsetri embættis fari fram á sérstökum kjörstað utan aðalskrifstofu, svo og að atkvæðagreiðsla fari fram á öðrum stöðum í umdæmi hans; sýslumaður ákveður hverjir starfsmenn hans skulu vera kjörstjórar og ræður aðra trúnaðarmenn til þeirra starfa,
     b.      hreppstjórum, í skrifstofu eða á heimili hreppstjóra.
    Þá er kjósanda, sem er til meðferðar á sjúkrahúsi eða vistmaður þar, eða er heimilismaður á dvalarheimili aldraðra eða stofnun fyrir fatlað fólk, heimilt að greiða atkvæði á stofnuninni. Með sama hætti fer um fangelsi og vistmenn þar, sbr. 2. mgr. 58. gr. laga nr. 24/2000. Jafnframt er kjósanda, sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi nema hann eigi kost á að greiða atkvæði á stofnun skv. 2. mgr., en sækja þarf um að fá að greiða atkvæði í heimahúsi fjórum dögum fyrir kjördag, sbr. 3. mgr. sama ákvæðis.
    Á grundvelli 1. mgr. 58. gr. laga nr. 24/2000 getur sýslumaður ákveðið að kosning utan kjörfundar fari fram utan aðalskrifstofu eða útibús og velur þá sýslumaður kjörstjóra og trúnaðarmenn til starfans. Þannig er í lögum kveðið annars vegar á um hvar skylda er til að hafa atkvæðagreiðslu utan kjörfundar og hins vegar um heimild til að hafa slíka atkvæðagreiðslu. Í reglugerð um umdæmi sýslumanna, nr. 1151/2014, kemur fram hvar aðalskrifstofur, sýsluskrifstofur og önnur útibú séu.
    Þannig er sýslumanni skylt að hafa atkvæðagreiðslu utan kjörfundar á aðalskrifstofu sinni og í útibúi, en það er á forræði hans að meta hvort nauðsyn sé að unnt sé að greiða atkvæði utan kjörfundar á öðrum stöðum utan skrifstofa sýslumanna. Þannig er í lögum ekki gert ráð fyrir að kosning utan kjörfundar verði í hverju og einu sveitarfélagi.
    Í umfjöllun sem hér fer á eftir koma fram upplýsingar um það í hvaða sveitarfélögum kosið hefur verið utan kjörfundar í kosningum til Alþingis, kosningum til forseta og kosningum til sveitarstjórna frá árinu 2009.
    Á það skal bent að í einu sveitarfélagi geta t.d. verið margir byggðarkjarnar auk dreifbýlis eða engir byggðarkjarnar og aðeins búseta í sveitum. Í sveitarfélögum með fleiri en einn byggðarkjarna er oft um það að ræða að unnt er að kjósa utan kjörfundar á fleiri en einum byggðarkjarna, svo sem í Fjarðabyggð, en þar hefur verið unnt að kjósa utan kjörfundar á Neskaupstað, Eskifirði og á Fáskrúðsfirði. Í Fjarðabyggð er einnig dreifbýlisbyggð, þ.e. búseta í sveitum, og engin tök á að afla upplýsinga um vegalengdir sem kjósendur sem búsettir eru í sveitum þurfa að fara til þess að kjósa utan kjörfundar, enda vegalengdirnar afar misjafnar eftir því hvort miðað er við þann bæ sem lengst er frá byggðarkjarna sem kosið er í eða næst honum. Í þessu sambandi má t.d. nefna að kjósandi sem býr innst í Skorradal í sveitarfélaginu Skorradalshreppi þarf að fara mun lengri leið til þess að greiða atkvæði utan kjörfundar, væntanlega í Borgarnesi í sveitarfélaginu Borgarbyggð, heldur en sá kjósandi sem býr fremst í dalnum. Þá eru sveitarfélög misvíðfeðm, t.d. þarf kjósandi sem búsettur er í Hvítársíðu að keyra um þó nokkuð langan veg í Borgarnes til þess að kjósa, þó hann sé ávallt innan sama sveitarfélagsins, Borgarbyggðar. Hins vegar þarf kjósandi sem búsettur er í byggðarkjarnanum Hellu í sveitarfélaginu Rangárþingi ytra, einungis að aka um 12,5 km til þess að geta kosið utan kjörfundar í byggðarkjarnanum á Hvolsvelli sem er í sveitarfélaginu Rangárþingi eystra.
    Með vísun til framangreinds telur ráðuneytið ekki unnt að svara spurningunni um það hve langt kjósendur hafa þurft að fara í þeim tilvikum sem þeir hafa ekki getað greitt atkvæði utan kjörfundar í sveitarfélagi sínu.

Nafn


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Reykjavíkurborg x x x x x x x
Kópavogsbær x x x x x x x
Seltjarnarnesbær
Garðabær
Hafnarfjarðarkaupstaður x x x x x x
Mosfellsbær
Kjósarhreppur
Reykjanesbær x x x x x x x x x
Grindavíkurbær x x x x x x x x x
Sandgerðisbær x
Sveitarfélagið Garður x x
Sveitarfélagið Vogar
Akraneskaupstaður x x x x x x x x x
Skorradalshreppur
Hvalfjarðarsveit
Borgarbyggð x x x x x x x x x
Grundarfjarðarbær x x x x x x x x
Helgafellssveit
Stykkishólmsbær x x x x x x x x x
Eyja- og Miklaholtshreppur x x x x x x x x x
Snæfellsbær x x x x x x x x x
Dalabyggð x x x x x x x x x
Bolungarvíkurkaupstaður x x x x x x x x x
Ísafjarðarbær x x x x x x x x x
Reykhólahreppur x x x x x x x x x
Tálknafjarðarhreppur
Vesturbyggð x x x x x x x x x
Súðavíkurhreppur
Árneshreppur x
Kaldrananeshreppur
Strandabyggð x x x x x x x x x
Sveitarfélagið Skagafjörður x x x x x x x x x
Húnaþing vestra x x x x x x x x x
Blönduósbær x x x x x x x x x
Sveitarfélagið Skagaströnd x x x x x x x x x
Skagabyggð
Húnavatnshreppur
Akrahreppur
Akureyrarkaupstaður x x x x x x x x x
Norðurþing x x x x x x x x x
Fjallabyggð x x x x x x x x x
Dalvíkurbyggð x x x x x x x x x
Eyjafjarðarsveit
Hörgársveit
Svalbarðsstrandarhreppur
Grýtubakkahreppur x x x x x x x x
Skútustaðahreppur x x x x x
Tjörneshreppur
Þingeyjarsveit x x x x x x
Svalbarðshreppur
Langanesbyggð x x x x x x x x x
Seyðisfjarðarkaupstaður x x x x x x x x x
Fjarðabyggð x x x x x x x x x
Vopnafjarðarhreppur x x x x x x x x x
Fljótsdalshreppur x x x x x x x x x
Borgarfjarðarhreppur x x x x x x x x x
Breiðdalshreppur x x x x
Djúpavogshreppur x x x x x x x x
Fljótsdalshérað
Sveitarfélagið Hornafjörður x x x x x x x x x
Vestmannaeyjabær x x x x x x x x x
Sveitarfélagið Árborg x x x x x x x x x
Mýrdalshreppur x x x x x x x x x
Skaftárhreppur x x x x x x x x x
Ásahreppur
Rangárþing eystra x x x x x x x x x
Rangárþing ytra x x x
Hrunamannahreppur x x x
Hveragerðisbær x x x
Sveitarfélagið Ölfus x x x
Grímsnes- og Grafningshreppur
Skeiða- og Gnúpverjahreppur
Bláskógabyggð x x x
Flóahreppur
Ath. kosið í Grímseyjarhreppi en sameining við Akureyrarkaupstað tók gildi 1. júní 2009 x x
Fjöldi sveitarfélaga þar sem kosning utan kjörfundar fór fram 40 39 41 41 40 48 47 45 36