Ferill 426. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 969  —  426. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um kærur og málsmeðferðartíma.


     1.      Hversu margar kærur bárust eftirtöldum á hverju ári frá árinu 2013:
                  a.      kærunefnd útboðsmála,
                  b.      ríkistollanefnd,
                  c.      úrskurðanefnd í vátryggingarmálum,
                  d.      úrskurðarnefnd um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána,
                  e.      nefnd vegna lausnar um stundarsakir,
                  f.      úrskurðarnefnd um Viðlagatryggingu Íslands,
                  g.      úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki,
                  h.      yfirskattanefnd,
                  i.      fjármála- og efnahagsráðuneyti, þ.e. kærur
                      1.      á sviði stjórnsýslu,
                      2.      vegna úrskurða?


2013 2014 2015 2016 2017 2018
Kærunefnd útboðsmála 30 26 27 25 28 20
Ríkistollanefnd (lögð niður 2014) 8 13
Úrskurðarnefnd í vátryggingarmálum 441 395 468 435 423 395
Úrskurðarnefnd um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána 0 43 652 32 2 12
Nefnd vegna lausnar um stundarsakir 5 2 0 3 1 2
Úrskurðarnefnd náttúruhamfaratrygginga 6 2 4
Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki 107 118 67 71 53 20
Yfirskattanefnd 350 345 251 249 188 159
Fjármála- og efnahagsráðun eyti, kærur á sviði stjórnsýslu
Fjármála- og efnahagsráðun eyti , kærur vegna úrskurða 22 13 25 23 17 3

     2.      Hver var meðalafgreiðslutími á hverju ári? Hver var stysti tími sem tekið hefur að afgreiða kæru og hver var lengsti tími á hverju ári?

Kærunefnd útboðsmála.
Meðalafgreiðslutími Meðalafgreiðslutími* Stysti tími Lengsti tími
2013 85 dagar 36 dagar 6 dagar 207 dagar
2014 105 dagar 45 dagar 10 dagar 96 dagar
2015 112 dagar 63 dagar 16 dagar 162 dagar
2016 118 dagar 62 dagar 15 dagar 168 dagar
2017 161 dagar 92 dagar 18 dagar 229 dagar
2018 152 dagar 64 dagar 25 dagar 121 dagar
    
    *Að framkomnum lokaathugasemdum kæranda tekur nefndin málið til úrskurðar nema ákveðið sé að fram fari munnlegur málflutningur eða frekari gagnaöflun að frumkvæði nefndarinnar. Nefndin kveður upp úrskurð um kæru eins fljótt og auðið er og eigi síðar en einum mánuði eftir að henni hafa borist athugasemdir kæranda.

Ríkistollanefnd.
Meðalafgreiðslutími* Stysti tími Lengsti tími
2013 344 dagar 96 dagar 619 dagar
2014 317 dagar 118 dagar 470 dagar

Úrskurðarnefnd í vátryggingarmálum.
Meðalafgreiðslutími* Stysti tími Lengsti tími
2013 Um 6 vikur
2014 Um 6 vikur 4,5 vika 14 vikur*
2015 Um 6 vikur 4,5 vika 18 vikur
2016 Um 5,5 vikur 4 vikur 16 vikur
2017 Um 5,5 vikur 4 vikur 18 vikur
    
    *Eitt mál var rúmt ár í vinnslu en það var að ósk kæranda sem var að afla gagna í málinu. Er það yfirleitt ástæðan ef mál taka meira en 6–7 vikur.

Úrskurðarnefnd um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána.
Meðalafgreiðslutími* Stysti tími Lengsti tími
2013
2014 90 dagar 35 dagar 191 dagur
2015 87 dagar 1 dagur 207 dagar
2016 31 dagur 1 dagur 81 dagur
2017 69 dagar 31 dagur 106 dagar
2018 44 dagar 10 dagar 127 dagar
Nefnd vegna lausnar um stundarsakir.
Meðalafgreiðslutími* Stysti tími Lengsti tími
2013 5 mánuðir 3,5 mánuðir 6,5 mánuðir
2014 8,5 mánuðir 5 mánuðir 12 mánuðir
2015
2016 9 mánuðir 6 mánuðir 16 mánuðir
2017 8,5 mánuðir 8,5 mánuðir 8,5 mánuðir

Úrskurðarnefnd um Viðlagatryggingu Íslands.
Meðalafgreiðslutími* Stysti tími Lengsti tími
2013 upplýsingar liggja ekki fyrir
2014 upplýsingar liggja ekki fyrir
2015 415 dagar 263 dagar 576 dagar
2016 226,5 dagar 120 dagar 333 dagar
2017 145 dagar 126 dagar 164 dagar
    
    Rétt er að taka fram að málsmeðferð tekur óhjákvæmilega gjarnan tíma, sérstaklega þar sem svo oft er verið að deila um matsgerðir og aðilar oft að afla þeirra undir rekstri málsins hjá nefndinni (með tilheyrandi frestbeiðnum). Þá er svo til alltaf farið í vettvangsferð í hverju máli fyrir sig.

Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki.
Meðalafgreiðslutími* Stysti tími Lengsti tími
2013 3,5 mánuðir 2 mánuðir 7 mánuðir
2014 4,5 mánuðir 2 mánuðir 9 mánuðir
2015 3,5 mánuðir 2 mánuðir 10 mánuðir
2016 4 mánuðir 1,5 mánuðir 7 mánuðir
2017 7 mánuðir* 2 mánuðir 14 mánuðir
    
    Fyrrum formaður nefndarinnar hætti störfum með stuttum fyrirvara í maí 2017 og varaformaður tók ekki við að fullu við fyrr en í lok ágúst sama ár. Því lengdist meðalafgreiðslutími mála árið 2017 en einnig voru óvenju margar kærur sem ekki var fordæmi fyrir. Málahraðinn sem af er þessu ári hefur verið að meðaltali 4,7 mánuðir.

Yfirskattanefnd.
Meðalafgreiðslutími* Stysti tími Lengsti tími
2013 268 dagar 64 dagar 643 dagar
2014 292 dagar 41 dagar 631 dagar
2015 283 dagar 15 dagar 869 dagar
2016 204 dagar 20 dagar 538 dagar
2017 156 dagar 23 dagar 378 dagar
2018 129 dagar 28 dagar 364 dagar

Fjármála- og efnahagsráðuneyti.
     1.      Kærur á sviði stjórnsýslu.
    Á ekki við.
     2.      Kærur vegna úrskurða.

Meðalafgreiðslutími Stysti tími Lengsti tími
2013 104 dagar 8 dagar 620 dagar
2014 142 dagar 15 dagar 358 dagar
2015 169 dagar 47 dagar 799 dagar*
2016 104 dagar 14 dagar 387 dagar
2017 113 dagar 6 dagar 278 dagar
2018 121 dagar 56 dagar 173 dagar


     3.      Hversu margar kærur voru óafgreiddar hjá hverjum úrskurðaraðila 1. nóvember sl.?

Kærunefnd útboðsmála 11
Ríkistollanefnd Á ekki við
Úrskurðarnefnd í vátryggingarmálum 50
Úrskurðarnefnd um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána 0
Nefnd vegna lausnar um stundarsakir 1
Úrskurðarnefnd náttúruhamfaratrygginga
Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki 12
Yfirskattanefnd 72
Fjármála- og efnahagsráðuneyti, kærur á sviði stjórnsýslu 0
kærur vegna úrskurða 1