Ferill 655. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1304  —  655. mál.
Síðari umræða.



Nefndarálit


um tillögu til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 63/2018 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.

Frá utanríkismálanefnd.


    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Pétur Gunnarsson frá utanríkisráðuneyti og Ernu Hjaltested, Gunnlaug Helgason og Mörtu Margréti Rúnarsdóttur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til að staðfesta ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 63/2018 frá 23. mars 2018 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn frá 2. maí 1992 og að fella inn í samninginn eftirtaldar gerðir:
     1.      Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/438, frá 17. desember 2015, um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB að því er varðar skyldur vörsluaðila.
     2.      Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1212 frá 25. júlí 2016 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar staðlaðar málsmeðferðir og form fyrir framlagningu upplýsinga í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB.
    Sex mánaða frestur samkvæmt EES-samningnum til að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara var veittur til 24. september 2019. Framsetning tillögunnar telst að mati nefndarinnar í samræmi við 7. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála.
    Í reglugerð (ESB) 2016/438 er kveðið á um nánari útfærslu á tilteknum ákvæðum tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB, um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum að því er varðar verðbréfasjóði (UCITS IV) með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á þeirri tilskipun með tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/91/ESB (UCITS V). Reglugerð (ESB) 2016/1212 fjallar einkum um ferla við veitingu upplýsinga frá eftirlitsaðilum innan aðildarríkja m.a. til Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar (ESMA).
    Gert er ráð fyrir að reglugerðirnar verði innleiddar með setningu reglugerða.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.

Alþingi, 3. apríl 2019.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,
form.
Logi Einarsson,
frsm.
Ari Trausti Guðmundsson.
Bryndís Haraldsdóttir. Gunnar Bragi Sveinsson. Rósa Björk Brynjólfsdóttir.
Silja Dögg Gunnarsdóttir. Smári McCarthy. Þorgerður K. Gunnarsdóttir.